Báta áætlun

Hjá Vesturferðum seljum við miða í bátana sem sigla til Hornstranda frá Ísafirði. Við höldum bæði utanum bókanir fyrir skipulagðar brottfarir og sérsniðnar ferðir.

Við hjá Vesturferðum getum einnig aðstoðað þig með gistingu á Hesteyri.

 

Bryggja Hesteyri

 

Hvernig get ég bókað miða í bátana?
Það er auðveldast fyrir þig að senda okkur tölvupóst. Netfangið okkar er vesturferdir@vesturferdir.is


Þú getur líka hringt í okkur, í síma 456-5111, eða stoppað við á skrifstofunni okkar að Aðalstræti 7 á Ísafirði.

 

Hvenær er best að bóka?
Það er mismunandi hvenær og hvort bátarnir fyllast. Við byrjum að taka á móti bókunum strax  í  byrjun árs. Það er betra fyrir bæði þig og okkur, ef þú bókar með góðum fyrirvara. Við mælum þess vegna með því að fólk bóki miðana sína snemma ef kostur er.


Hvenær þarf ég að vera mætt/ur niður á bryggju, tilbúin/n fyrir brottför?
Farþegar ættu að vera tilbúnir til brottfarar, niðri á bryggju, að minnsta kosti 30 mínútum fyrir brottför, bæði fyrir dagsferðir sem og lengri ferðir frá Ísafirði.

 

*ATHUGIÐ!
Til að komast í land á langflestum áfangastöðum okkar á Hornstrandarsvæðinu, þarf að fara úr bátnum yfir í lítinn slöngubát, sem ber ykkur í land.

 

* ATHUGIÐ! – Bátaáætlun frá Ísafirði með Sjóferðum
- Fyrir bátaferðir til Fljótavíkur, Hlöðuvíkur, Hornbjargsvita og annarra áfangastaða sem eru ekki í fastri áætlun þarf að hafa samband við okkur.
- Það getur komið fyrir að dagsetningar breytast, eða að tímasetningar riðlast. Til að vera alveg viss um þessar breytingar er mikilvægt að vera í sambandi við okkur.

 

*ATHUGIÐ! – Bátaáætlun frá Ísafirði með Borea Adventures
- Fyrir bátaferðir til Lónafjarðar, Hrafnfjarðar, Sléttu, Höfða og annarra áfangastaða sem eru ekki í fastri áætlun þarf að hafa samband við okkur.