Bátsferðir

Vigur - Perlan í Djúpinu

Skoðunarferð frá Ísafirði

Lundar í Vigur

- Perlan í Djúpinu -

Eyjan Vigur er einn af þeim stöðum sem ferðafólk til Vestfjarða verður að heimsækja. 
Íbúar eyjunnar bjóða ykkur velkomin með afslöppuðu og rólegu fasi og þar er sem tíminn standi kyrr.  Á gönguferð um eyjuna fá gestir tækifæri til að skoða þúsundir fugla t.d. æðarfugl, lunda og teistu.

Kvöldverður á Breiðafirði

Bátsferð frá Stykkishólmi

UAT_2.jpg

-Sigling og kvöldverður á Breiðafirði-

Í ferðinni er siglt um hinar óteljandi eyjar Breiðafjarðar, söguslóðir heimsóttar og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur kannaðir.
Í forrétt er skelfiskur veiddur og snæddur beint úr hafinu ásamt ígulkerahrognum.

 

Fjölskyldu víkingasushi ævintýrasigling

Bátsferð frá Stykkishólmi

UAT_3.jpg

-Fjölskyldu sigling á Breiðafirði-

Eftir stutta siglingu frá höfn í Stykkishólmi er komið að klettaeyju (Þórishólmi). Þar er mikið fuglalíf (mismunandi eftir árstíma). Farið mjög nærri og náttúrufar skoðað. Eyjan er jarðfræðilega gígtappi með fallegum stuðlabergsmyndunum. 
Síðan siglt áfram að næstu eyju skammt undan þar sem gefur að líta merkilegan stein í miðju fuglabjarginu sem tengist gamalli þjóðsögu. Þar skammt frá er klettaeyja þar sem oftast má sjá toppskarfa. Í öllum þessum eyjum er mikið af lunda á lundatímabilinu ( lok apríl – ca 20 ágúst). 
 

Víkingasushi ævintýrasigling

Bátsferð frá Stykkishólmi

Sushi adventure.jpg

-Fugla- og náttúruskoðun á Breiðafirði-

Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri! VíkingarSushi Ævintýraferð er vinsælasta ferðin okkar. Þar er siglt um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur.