Fjölskyldu víkingasushi ævintýrasigling

Bátsferð frá Stykkishólmi

UAT_3.jpg

-Fjölskyldu sigling á Breiðafirði-

Eftir stutta siglingu frá höfn í Stykkishólmi er komið að klettaeyju (Þórishólmi). Þar er mikið fuglalíf (mismunandi eftir árstíma). Farið mjög nærri og náttúrufar skoðað. Eyjan er jarðfræðilega gígtappi með fallegum stuðlabergsmyndunum. 

Síðan siglt áfram að næstu eyju skammt undan þar sem gefur að líta merkilegan stein í miðju fuglabjarginu sem tengist gamalli þjóðsögu. Þar skammt frá er klettaeyja þar sem oftast má sjá toppskarfa. Í öllum þessum eyjum er mikið af lunda á lundatímabilinu ( lok apríl – ca 20 ágúst). 
Eftir ca. 40 mín. skoðunarferð á milli þessara eyja er settur úr skelfiskplógur á sundunum og veidd allskonar botndýr. Hörpuskel, ígulker, krabbar, krossfiskar, sæbjúgu og margt annað. Sumt af þessu má borða beint upp úr sjónum eins og hörpuskel og ígulker. Boðið upp á viðeigandi sósum, soja, wasabe, engifer og sítrónur. Og að sjálfsögðu hægt af fá hvítvín með skelfiskinum. Eftir að skipverjar hafa sýnt farþegum skelfiskinn er svipaðst eftit haförnum og öðru fuglalífi í nærliggjandi eyjum en síðan siglt til hafnar.
Í lok ferðarinnar fá öll börn í ferðinni litabók með myndum að botndýrunum sem þau sáu.

 

 

 

Tímabil: 12/6 - 10/08 2017 daglega
Brottför: kl.13:50
Lengd ferðar: 1 klst og 20 mínútur
Innifalið: Sigling, leiðsögn og smakk
Lágmark: 1
Verð: 
Fullorðnir: 6.220 ISK
Börn frá 16-20 ára :  3.110 ISK
Börn frá 0-15 ára frítt. 

UAT.jpgUAT_2.jpgUAT_3.jpgUAT_4.jpgUAT_5.jpgUAT_8.jpg