RIB-Náttúruskoðun í Ísafjarðardjúpi
Bátsferð frá Ísafirði
-RIB-Útsýnissigling-
Tveggja tíma útsýnissigling frá Ísafjarðarhöfn, þar sem er boðið er upp á einstakt útsýni yfir náttúruperlur Djúpsins séð frá hafinu.
Í upphafi ferðarinnar er farið yfir öryggisatriði og farþegar fá hlífðargalla og björgunarvesti til að vera í á meðan ferð stendur. Mikilvægt er að vera í hlýjum skófatnaði og jafvel vettlingum, það getur verið napurt á sjónum. Síðan er lagt af stað að kanna fegurð Djúpsins. Farið er framhjá eyjunni Vigur eða Snæfjallaströndinni, eins og veðrirð leyfir, og miklar líkur á að koma auga á lunda á flugi, og seli og jafnvel hvali í sjónum. Tími er gefinn til myndatöku.
Siglingaleiðin getur breyst eftir veðri og vindum, hver ferð er einstök upplifun.
Tímabil: 1/5 - 30/9 2017
Brottför: daglega, eftir pöntun
Lengd ferðar: 2 klst
Innifalið: sigling, galli, björgunarvesti og leiðsögn
Lágmark: 6
Hámark: 12
Verð: 16.900 kr, 11.900 kr fyrir 4-12 ára
Takk fyrir skilaboðin, við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.
1. Veldu dag
Sæki dagsetningar

Sæki brottfarir

2. Veldu brottför
3. Veldu farþega