Víkingasushi ævintýrasigling

Bátsferð frá Stykkishólmi

Sushi adventure.jpg

-Fugla- og náttúruskoðun á Breiðafirði-

Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri! VíkingarSushi Ævintýraferð er vinsælasta ferðin okkar. Þar er siglt um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur.

Á sumrin iðar svæðið af fuglalífi og þá má meðal annars sjá toppskarfa, lunda, ritu, kríu, fýl, æðarkollu og stundum jafnvel haförninn, konung íslenskra fugla.

Hápunktur ferðarinnar er þegar plógur er settur út og upp koma ýmis skeldýr af botni sjávar: Hörpuskel, ígulker, krabbar, krossfiskar, sæbjúgu og margt annað. Sumt af þessu má borða beint upp úr sjónum eins og hörpuskel og ígulker. Boðið upp á viðeigandi sósum, soja, wasabi, engifer.

Gestir okkar fá tækifæri til að skoða gersemarnar..... en einnig smakka á hörpuskel og ígulkerjahrognum! Þorir þú? :-)

 

Tímabil: 15/05 - 30/09 2017
Brottför: kl. 11:00 daglega og 15:30
Lengd ferðar: 2 klst og 15 mínútur
Innifalið: Sigling, leiðsögn og kvöldmatur
Lágmark: 1
Verð: 
Fullorðnir: 7.770 ISK
Börn frá 16-20 ára :  3.885 ISK
Börn frá 0-15 ára frítt. 

 

UAT.jpgUAT_2.jpgUAT_3.jpgUAT_4.jpgUAT_5.jpgUAT_8.jpgSushi adventure.jpgSushi adventure 2.jpg