Hestaferð í Dýrafirði

Hestaferð frá Þingeyri

Mynd 5.jpg

- Ferð sem hentar byrjendum og lengra komnum. -
Ferðin byrjar í hesthúsunum að Söndum í Dýrafirði. Eftir byrjendakennslu, ef með þarf, er riðið meðfram Sandaá. Takturinn er hægur, enda býður umhverfið upp á útsýni í allar áttir.

Með vestfirsku alpana allt í kring er farið yfir og upp eftir Sandaá eftir grænum engjum og móum. Nægur tími er til að stoppa til að taka myndir, njóta og leyfa hestunum að bíta. Á leiðinni heim er riðið eftir svörtum fjörusandinum og komið heim í hesthús um kaffileytið.

Brottför frá hesthúsunum að Söndum. Boðið er upp á far frá Simbahöllinni á Þingeyri ef óskað.

Komið klædd eftir veðri. Góðir skór eru mikilvægir.


Tímabil: 1/6 - 31/8 
Brottför:  Daglega frá 10:00 + 13.00 og eftir samkomulagi
Lengd ferðar: 2 ½ klst.
Innifalið: Leiðsögn, hestur, reiðtygi og hjálmur.

Verð:

13 ára og eldri  12.900 ISK

4-12 ára 9.900 ISK

 

Horse 1Horses at RiversideTwo horsesHorses through the river BWWhite HorseHorse at the beachMynd 1.jpgMynd 2.jpgMynd 3.jpgMynd 5.jpgMynd 6.JPG