Hestaferð í Engidal

image002.jpg

- Komdu með okkur í ævintýralega ferð á Vestfjörðunum. 

Upplifðu stórbrotna náttúru svæðisins á meðan þú ríður út á Íslenskum hest. Við bjóðum uppá stutta útreiðartúra alla daga, sem hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Við njótum þess að bjóða fólk frá öllum heimshornum velkomið og reynum að gera upplifunina við Íslenska hestinn einstaka sem og umhverfið á Vestfjörðum.  Ferðirnar eru þannig sérútbúnar að allir geta fundið ferð við sitt hæfi.

Notast er við GoPro upptöku – og myndavél til að taka upp og festa á filmu upplifun ferðarinnar. Innan við tveggja vikna getum við sent þér afrit. Þó að upplifuninn verði eflaust ógleymanleg, þá er oft gaman að geta endurupplifað ferðina með fjölskyldunni heima með myndum og myndbandi.

Fyrir byrjendur: Undirbúingur fyrir reiðferðina tekur um það bil eina klukkustund. Farið er yfir öll öryggisatriði og kennt hvernig á að umgangast hesta. Kennt verður að setja á bæði hnakk og beisli ásamt reiðleiðsögn. Riðið er út í fallegum dal sem heitir Engidalur og er rétt  innan við Ísafjörð. Einungis er um 5 mínútna keyrsla frá miðbæ Ísafjarðar og til hesthúsana. Umhverfið í dalnum er hið glæsilegasta. Fjöllin tignarleg beggja vegna við og útsýnið út dalinn yfir sjóinn og eyrina á Ísafirði.  Falleg á og fallegir fossar verða á vegi okkar, ásamt fé sem sleppt hefur verið fyrr um sumar, fuglalífið er einnig hið mesta.

Fyrir lengra komna: Riðið er uppí fjallið og í áttina að botni hins fallega Engidals. Farið er yfir ár og læki. Útsýnið í ferðinni er stórkostlegt. Á leiðinni upplifir fólk hvernig samgöngurnar voru áður en vegir og bílar komu til sögunnar. Riðið er eftir reiðslóða í átt að flugvellinum og til baka í fjörunni. Ath. Í þessari ferð er möguleiki á að mæta bílum og/eða öðrum farartækjum en það gerist sjaldan. Farið er yfir meira svæði í þessari ferð en í byrjenda ferðinni þar sem að það er riðið á meiri hraða.  

ATH.  Ferðirnar miðast við að allir einstaklingar komist sjálfir á bak án allrar hjálpar. 

Ferðir alla daga!

Tímabil: 01/06 – 31/8 2017 (einnig mögulegt eftir samkomulagi)
Brottför: Daglega kl 10:00 og/eða 14:00
Lengd ferðar: 2 ,5klst (útreiðartími er um 1-1,5 klst)
Innifalið: Leiðsögn, hestur, hnakkur, reiðtygi,
               hjálmur, stígvél, yfirhöfn og myndband
               og/eða mynd úr ferðinni.  Frí keyrsla
               fram og til baka að brottfararstað.

Lágmark: 2
Verð: 15.000,- ISK  pr. mann fyrir 2 eða fleiri. Það kostr kr. 25.000 fyrir 1.

2014-06-24 18.02.29.jpg2014-06-24 18.05.47-2.jpg2014-06-24 18.09.49.jpg2014-06-24 18.18.19.jpgfosshestar.jpgFosshestar_1.jpgFosshestar_2.jpgFosshestar_3.jpgimage002.jpgimage003.jpgimage004.jpgimage006.jpg2014-06-19 17.42.40-1.jpgblesinew.jpg