Hjólreiðaferðir

Fjallahjólaævintýri í Dýrafirði

Hjólreiðaferð frá Þingeyri

Vesturgata.jpg

- Hjólað í óbyggðum-

Vegurinn frá Dýrafirði til Arnarfjarðar og til baka um fjallaskarðið við Kaldbak er talinn einn hrikalegasti vegur landsins. Einn hluti hans er meitlaður í bergið og annar svo nálægt sjó að gæta verður að sjávarföllum. Að hjóla þessa leið er einstök upplifun. 

 

Tálknafjarðarflakk

Hjólreiðaferð frá Patreksfirði

mynd 6.jpg

- Hjólað og slakað á -

Ekið er frá ferðamannamiðstöðinni á Patreksfirði til Tálknafjarðar með hjólin í eftirdagi. Hjólað er að Sveinseyri þar sem er að finna einstaklega fjölskrúðugt fuglalíf og hvítar strendur. Hjólað er að afskekkta eyðibýlinu Sellátrum á norðurströnd Tálknafjarðar. Frá Sellátrum er hjólað að Arnarstapa en þar er vestasti trjálundur í Evrópu. Sagt er að Arnarstapi sé orkustöð sem hleður líkama og sál þeirra gesta sem þangað koma. Að lokum er hjólað í heitu laugina, Pollinn þar sem slakað er á í þessari dýrðlegu náttúrulaug. Útsýnið úr Pollinum er einstakt og búningsaðstaðan á staðnum er með ágætum.