Tálknafjarðarflakk

Hjólreiðaferð frá Patreksfirði

mynd 6.jpg

- Hjólað og slakað á -

Ekið er frá ferðamannamiðstöðinni á Patreksfirði til Tálknafjarðar með hjólin í eftirdagi. Hjólað er að Sveinseyri þar sem er að finna einstaklega fjölskrúðugt fuglalíf og hvítar strendur. Hjólað er að afskekkta eyðibýlinu Sellátrum á norðurströnd Tálknafjarðar. Frá Sellátrum er hjólað að Arnarstapa en þar er vestasti trjálundur í Evrópu. Sagt er að Arnarstapi sé orkustöð sem hleður líkama og sál þeirra gesta sem þangað koma. Að lokum er hjólað í heitu laugina, Pollinn þar sem slakað er á í þessari dýrðlegu náttúrulaug. Útsýnið úr Pollinum er einstakt og búningsaðstaðan á staðnum er með ágætum.

Gott er að hafa með sér: bakpoka, vatnsflösku, góða skó og hlý föt, og svo má ekki gleyma sundfötunum :-) 

Tímabil: 1/6-15/9 2017

Brottför: kl. 09:00 (og eftir pöntun) frá ferðamannamiðstöðinni á Patreksfirði

Lengd ferðar:  5 klst

Lágmark: 3

Innifalið: Leiðsögn, hjól, hjálmur og akstur

Verð: 15.900 ISK

Aldurs takmark: 12 ára

Fjord Wandering1.jpgFjord Wandering2.jpgmynd 6.jpgDSCF5309.JPG