Nauðsynlegur búnaður

Útbúnaðarlisti Hornstrandafara

Hornstrandafriðlandið er vinsælt svæði til gönguferða. Svæðið getur verið erfitt yfirferðar, dagar geta liðið án þess að ferðamenn hitti aðra og veðrið getur breyst eins og hendi sé veifað; getur verið mjög gott en lí­ka reglulega vont. Það er því­ nauðsynlegt að vera vel útbúinn í­ ferðalagi um Hornstrandir. Vesturferðir birta hér útbúnaðarlista ferðalöngum til hjálpar. 

Fatnaður:
Fingra- og belgvettlingar
Göngubuxur
Hlífðarbuxur
Húfa/eyrnaband
Legghlífar
Lopa/flíspeysa
Suttbuxur
Tvennar síðbrækur
Tveir nærbolir
Úlpa
Vaðskór/inniskór
Vatnsvarðir gönguskór
Vindhlífar (vettlingar)
Þrennir sokkar

Búnaður:
Áttaviti
Bakpoki
Bíllyklar
Blöðruplástrar
Dömubindi
Eldsneyti
Eldspýtur
Eyrnatappar
GPS-tæki
Göngustafir
Handklæði
Heftiplástur
Hitabrúsi
Kerti
Ketill
Klósettpappír
Kort
Kortamælir
Kviðpoki
Matardallur
Matskeið
Myndavél
Nál og tvinni
Nesti
Peningar
Pottur
Prímus
Pundari
Rafhlöður
Ruslapokar
Salt
Sápa
Setmottur
Sjónauki
Snyrtivörur
Sólarvörn
Sólgleraugu
Spritt
Staup
Sundföt
Svefnpoki
Tannbursti
Tannkrem
Tjald
Tjalddýnur
Teygjubindi
Uppþvottabursti
Varasalvi
Vargskýla (flugnanet)
Vasahnífur
Vatnsbrúsi
Verkjatöflur
Þvottaklemmur
Þvottastykki

Tekið úr bókinni Hornstrandir gönguleiðir eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson.