Tjaldstæði

Tjaldsvæði í Hornstrandafriðlandinu 2014

Í friðlandinu eru alls 13 tjaldsvæði á vegum Hornstrandastofu og 3 á vegum einkaaðila. Á tjaldsvæðum Hornstrandastofu eru yfirleitt kamrar. Vatnssalerni er á tjaldsvæðinu í Höfn, Hornvík, enda vinsælasta tjaldsvæðið. Landvörður hefur fast aðsetur þar yfir sumartímann. Ekkert gjald er tekið á tjaldsvæðum Hornstrandastofu. Æskilegt er að fólk tjaldi á tjaldsvæðum og dragi þannig úr álagi á náttúru svæðisins. 

 

Tjaldsvæðin eru á eftirtöldum stöðum:

1. Sæból í Aðalvík

2. Látrar í Aðalvík

3. Atlastaðir í Fljótavík

4. Glúmsstaðir í Fljótavík

5. Við Hlöðuvíkurós í Hlöðuvík

6. Höfn, Hornvík

7. Hornsá, Hornvík

8. Bjarnanes

9. Smiðjuvík

10. Furufjörður

11. Hrafnfjörður

12. Botn Veiðileysufjarðar

13. Steinólfsstaðir í Veiðileysufirði.

 

 

Einkaaðilar reka tjaldsvæði, við Hornbjargsvita, Kvíar í Lónafirði,   Bolungarvík,  Reykjafirði, Dalbæ og í Grunnavík. Vægt gjald er tekið á þeim tjaldsvæðum, enda fylgir þeim umtalsvert meiri þjónusta en á tjaldsvæðum Hornstrandastofu.