RIB-Hvalaskoðun og heimsókn í Vigur

IMG_5175.jpg

- Leitað að hvölum -

Komdu og sjáðu hið einstaklega fallega landslag Djúpsins og Vigurs frá sjónum á meðan leitað er að hvölum. Þú gætir séð seli og fugla í þeirra náttúrulega umhverfi.

Þetta er 4ra tíma ferð um Ísafjarðardjúp með viðkomu í Vigur.

Djúpið er stærsti fjörður Vestfjarða, umvafinn fjöllum og fjörðum.Vigur er ein af perlum Vestfjarða sem ferðafólk verður að heimsækja. Farið er í gönguferð um eyjuna og fá gestir tækifæri á að sjá margar tegundir fugla t.d. Teistu, Lunda og Æðarfugl. Einnig er töluvert um seli á eyjunni.  Eftir gönguna er boðið uppá léttan málsverð.  

Ferðin hefst um kl.18:00 þegar innlögnin dettur niður og sjórinn sléttist. Farið er yfir öll öryggis atriði og búnað.  Á þessum tíma eru meiri möguleikar á að sjá hvali synda í sjónum.  Á meðan leitinni stendur er um að gera að njóta útsýnisins, háu fjallanna, bjarganna, litlu eyjanna og djúpu fjarðanna með söndunum og hinnar miklu kvöldbirtu.

 

ATH. munið að vera vel klædd til fóta og handa þar sem að kalt getur verið á sjónum.  Og ekki gleyma myndavélinni. 

 

Tímabil: 01/05-30/09 2017

Brottför: Eftir óskum

Lengd ferðar: 4 klst

Innifalið: Bátsferð, hlífðarföt, björgunarvesti, leiðsögn og léttur málsverður

Lágmark: 6

Verð: 29.900 ISK og 19.900 ISK fyrir 4-12 ára

20150604_133502.jpgIMG_5175.jpg11414607_10155774394410441_1480273037_n.jpgIMG_1486.jpgIMG_7908.jpgIMG_7947.jpgIMG_5135.jpgIMG_7914.jpg11277509_10155774394560441_1769727595_n.jpg11423331_10155774395890441_1992109549_n.jpgIMG_8047.jpgIMG_8082.jpg