Kajakferðir

Mynd 5.jpg

The old road between the towns of Ísafjörður and Bolungarvík, is well known among locals as the most dangerous road in Iceland. The sheer cliffs that loom above caused many avalanches and rockfalls in the past that caused serious accidents and fatalities. Fortunately there is now a tunnel between the two towns that opened in 2010 but the road is still there and on good days it's great to bike the road or kayak along the shore, enjoying the peaceful rythm of the sea while watching the birds in the sky and the seals swimming curiously near the kayaks.

On this trip we paddle with the wind the whole time and either start in Bolungarvík og Ísafjörður depending on the wind direction. 

Kajakferð á Pollinum

Kayakferð frá Ísafirði

080716_h_MG_2598.jpg

- Kajak í boði allt árið -
Kajakíþróttin hefur undanfarin ár rutt sér til rúms svo um munar. Marga dreymir um að prófa stutta siglingu og hér gefst tækifærið til þess. Hvernig væri því að skella sér í tveggja tíma ferð í fallegu umhverfi milli brattra fjallshlíða á Pollinum í Skutulsfirði.

Kajakferð í Djúpinu

Kajakferð frá Ísafirði

080716_h_MG_2394.jpg

- Folafótur - tveggja fjarða kajakferð -
Ísafjarðardjúp er mjög vel fallið til kajakferða bæði fyrir byrjendur sem lengra komna. Einstök fegurð fjarðanna er sjálfsögð í hugum heimamanna en er aðkomumönnum óvænt upplifun. Fegurð Snæfjallastranda með snjóinn í hlíðunum og nærvera Drangajökuls, gefa sterklega til kynna að ekki er langt í norðurheimskautsbauginn. Folafótur er lítill skagi milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar og er svæðið ótrúlega skemmtilegt fyrir kajakróður, náttúran og dýralíf er einstakt. Á þessu svæði er mikið af sel og stundum er þar hvali að sjá.
 

Hot Pools Kayaking 1.jpg

- Selir, sker og sund í Reykjanesi -
Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er kjörinn staður fyrir kajakróður. Sjórinn er rólegur og þar má oft sjá seli á sundi. Í Reykjanesi er einnig mikill jarðvarmi og því tilvalið að skella sér í sund eftir róðurinn.


 

Kajakferðir í Mjóafirði

Kajakferð frá Heydal

IMG_0458.JPG

-Róið í Djúpinu-

Mjóifjörður er einstaklega vel fallinn til kajaksiglinga. Veðursæld er mikil og útsýni fagurt út fjörðinn norður að Drangajökli. 

 

Ögurnes

Kajakferð frá Ögri

Ögur Travel (26).jpg

- Hér áður fyrr - 

Þetta er stutt ferð og frekar auðveld. Hún hentar þeim vel sem eru að rifja upp gamla kajaktakta og einnig þeim sem hafa ekki róið áður. Gaman er að róa meðfram hamrinum og koma í land í Ögurnesinu þar sem allt að 100 manns bjuggu fram til 1945.


 

Selir

Kajakferð frá Ögri

selir.jpg

-Róið innan um seli í þeirra náttúrulega umhverfi-

Frá vörinni í Ögri milli landhólma og djúphólma inn að selalátrum í Strandseljavík þar sem selirnir liggja á skerjum á fjörunni en fara til veiða þegar fellur að. Selirnir fara flestir ef ekki allir í sjóinn þegar kajakarnir nálgast og synda allt í kringum þá.

 

 

Ögurhólmi

Kajakferð frá Ögri

Ögur Travel (24).jpg

-Róið á milli fallegra hólma í Ísafjarðardjúpi-

Lagt er upp frá vörinni í Ögri framhjá Æðarskeri og þaðan að Ögurhólmum. Róið meðfram Landhólma, sagt frá Spánverjavígum og bent á Bullufrankagjá sem er nefnd eftir einum skipbrotsmanna sem komst á land þar en var veginn.

 

Vigur og fuglar

Kajakferð frá Ögur

Ögur Travel (5).jpg

-Fuglar og Vigur-

Frá vörinni í Ögri, róið meðfram fjörunni út í Ögurnes en þaðan er róið beint að norðurenda Vigur yfir Vigurál. Stundum sjást hvalir á þessari leið.

 

 

 

 

Ísafjarðardjúp/Jökulfirðir

Kajakferð frá Ögri

in the wilderness.jpg

-Kajak- og gönguferð um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði-

Í þessari ferð er lögð áhersla á blöndu af kajakferð og gönguferð þar sem leiðsögumaður segir sögu svæðisins í hvert sinn sem tækfæri gefst. Lögð er áhersla á holla og góða hreyfingu en um leið að stoppa sem víðast og njóta náttúrunnar, dýralífsins og sögunnar.

Ævintýraferð um Djúpið

Kajakferð frá Ögri

Rauður kayak og selur.JPG

-Ævintýraferð um Djúpið-

Boðið er upp á langar kajakferðir um Ísafjarðardjúp, yfir á Snæfjallaströnd, meðfram eyjunni Æðey, inn í Kaldalón þar sem Drangajökull sést vel fyrir botni lónsins.