Ísafjarðardjúp/Jökulfirðir

Kajakferð frá Ögri

in the wilderness.jpg

-Kajak- og gönguferð um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði-
Lagt er upp frá Ögri, róið yfir Ísafjarðardjúp með nauðsynlegum stoppum. Róið meðfram Æðey, jafnvel farið í land og þaðan upp að Snæfjallaströnd þar sem stoppað er á völdum stöðum. Sagt er frá byggðinni sem eitt sinn var og útsýnið dásamað.


Eftir næturstopp við Berjadalsá á Snæfjallaströnd skellir hópurinn sér í gönguskóna því framundan er ganga yfir Snæfjallaheiði yfir í Grunnavík. Þessa leið fór Sumarliði póstur á sínum tíma og er saga hans sögð á leiðinni.


Næsti næturstaður er í Grunnavík, tækifæri gefst til að ganga um víkina og skoða sig um.


Eftir hvíld er róið inn með Staðarhlíð, meðfram Gathamri/Ófæru sé veður gott og lítil alda. Farið er í land þar sem hentar á leiðinni inn í Leirufjörð og farið yfir sögu útgerðar og byggðar. Í góðu skyggni ber jökulinn við himin yfir Leirufirðinum.


Næturstaður er á Flæðareyri eða við Dynjanda í Leirufirði. Eftir þá næturhvíld er róið inn í Hrafnsfjörð að Hrafnsfjarðareyri þar sem leiði Fjalla-Eyvindar er sagt vera og hefur verið merkt sérstaklega. Róið þaðan í meðfram fjörðunum á leið okkar í Hesteyrarfjörð.

 

Næturstaður er á Hesteyri eftir langa dagleið. Eftir langa og góða hvíld er gengið um á Hesteyri og gamla þorpið skoðað. Gengið eða róið inn að gömlu hvalstöðinni á Heklueyri og það sem eftir er af húsunum skoðað. Við gefum okkur tíma til að ganga upp á Hesteyrarbrúnir til að virða fyrir okkur útsýnið.


Seinnipart dagsins eða um kvöldið er náð í hópinn á báti og farið með hann til baka í Ögur.
 

Í þessari ferð er lögð áhersla á blöndu af kajakferð og gönguferð þar sem leiðsögumaður segir sögu svæðisins í hvert sinn sem tækfæri gefst. Lögð er áhersla á holla og góða hreyfingu en um leið að stoppa sem víðast og njóta náttúrunnar, dýralífsins og sögunnar.

 

Tímabil: 24/6 - 12/8 2017
Lengd ferðar: 5 dagar
Verð: 40.000 ISK á dag á mann ( við gerum tilboð fyrir hópa)
Brottför: 24/6, 8/7, 22/7, 12/8, 2017
Lágmark: 4 
Innifalið: Kajakar og allur búnaður vegna þeirra, tjöld, matur og bátsferð til baka. 

in the wilderness.jpgselir ögur.jpgÖgur Travel (4).jpg