Kajakferð á Pollinum
Kayakferð frá Ísafirði

- Kajak í boði allt árið -
Kajakíþróttin hefur undanfarin ár rutt sér til rúms svo um munar. Marga dreymir um að prófa stutta siglingu og hér gefst tækifærið til þess. Hvernig væri því að skella sér í tveggja tíma ferð í fallegu umhverfi milli brattra fjallshlíða á Pollinum í Skutulsfirði.
Fátt er betra til að komast í snertingu við náttúruna og fuglalífið en kajakróður, enda eru kajakar hljóðlát fley og lipur.
Kajakróður er auðveldur öllum sem hann reyna. Þátttakendur fá stutta leiðsögn í róðri og öryggismálum áður en haldið er af stað. Enginn ætti að hræðast kajakróður, enda öryggi tryggt og róðurinn allur innfjarða.
Ísafjörður hefur á síðustu árum skipað sér sess sem kajakmiðstöð Íslands og æfa margir bestu ræðarar landsins á Ísafirði.
Klæðnaður eftir veðri og mælt er með að vera í fötum sem þola smá bleytu.
Tímabil: allt árið
Brottför: 09:30 eða eftir samkomulagi. Mæting á Bræðraborg 30 mín fyrir brottför.
Lengd ferðar: 2,5 klst
Innifalið: kajak og leiðsögn
Verð: 13.900 kr á mann
Lágmark: 2 manns
Hámark: 8 á hvern leiðsögumann
Aldurstakmark: 12 ára
Takk fyrir skilaboðin, við verðum í sambandi eins fljótt og auðið er.
1. Veldu dag
Sæki dagsetningar

Sæki brottfarir

2. Veldu brottför
3. Veldu farþega