Kajakferð í Djúpinu

Kajakferð frá Ísafirði

080716_h_MG_2394.jpg

- Folafótur - tveggja fjarða kajakferð -
Ísafjarðardjúp er mjög vel fallið til kajakferða bæði fyrir byrjendur sem lengra komna. Einstök fegurð fjarðanna er sjálfsögð í hugum heimamanna en er aðkomumönnum óvænt upplifun. Fegurð Snæfjallastranda með snjóinn í hlíðunum og nærvera Drangajökuls, gefa sterklega til kynna að ekki er langt í norðurheimskautsbauginn. Folafótur er lítill skagi milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar og er svæðið ótrúlega skemmtilegt fyrir kajakróður, náttúran og dýralíf er einstakt. Á þessu svæði er mikið af sel og stundum er þar hvali að sjá.

Ferðin hefst á Ísafirði á um 40 mín. akstri inn í botn Seyðisfjarðar. Eftir kennslu og yfirferð yfir öryggisþætti er róið af stað í lognsælum firðinum. Við ysta enda Folafóts er farið í land í sandfjöru og einstök klettamyndun skoðuð. Klettar eru sérkennilega sæsorfnir á þessum slóðum. Einnig eru forn bæjarstæði skoðuð. Selir eru líklegir til að láta sjá sig á leiðinni og einnig eru hvalir oft á ferð um þetta svæði Ísafjarðardjúps. Ef veður er einstaklega gott er líklegt að það vinnist tími til að róa út í eyjuna Vigur sem er þarna skammt frá ströndinni. En fuglalíf þar er einstakt með ótrúlega mergð lunda sem og annara sjófugla. Síðan er róið inn Hestfjörð og tekið land við þjóðveginn þar sem hann sveigir yfir í Seyðisfjörð, rétt undir svokölluðu Eyði sem er lágur háls milli Hestfjarðar og Seyðisfjarða. Þaðan er síðan ekið til Ísafjarðar aftur. 

Tímabil: 15/5 - 15/9 2017
Brottför: Þriðjudaga og Fimmtudaga 09:00
Lengd ferðar: 8 klst. 
Innifalið: Ferðir, leiðsögn, ljúffengur nestispakki og allur kajakbúnaður.
Lágmark: 4
Hámark: 8
Verð: 29.900 kr.

080716_h_MG_2394.jpg080716_h_MG_2449.jpgHot Pools Kayaking 5.jpgh_MG_3442.jpg