- Selir, sker og sund í Reykjanesi -
Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er kjörinn staður fyrir kajakróður. Sjórinn er rólegur og þar má oft sjá seli á sundi. Í Reykjanesi er einnig mikill jarðvarmi og því tilvalið að skella sér í sund eftir róðurinn.
Ferðin í Reykjanes tekur um 1,5 tíma. Róið er frá Hvítanesi þar sem hægt er að fylgjast með fuglalífinu og selunum. Í fjarska má sjá glitta í Drangajökul og stórbrotið landslag Ísafjarðardjúps.
Róið er um Reykjanes og nágrenni í um 3-4 tíma, með hléi í Vigur til að snæða hádeigismat. Að lokum er tilvalið að skella sér í sund og slaka á.
Tímabil: 15/5 - 15/9 2017
Brottför: Mánudaga, miðvikudaga og laugardaga kl. 09:00
Lengd ferðar: 8 klst.
Innifalið: Ferðir, leiðsögn, ljúfengur nestispakki, aðgangur í sundlaug og allur kajakbúnaður. Skutl til og frá Ísafirði.
Lágmark: 4
Hámark: 8
Verð: 31.900 kr.