Ögurhólmi

Kajakferð frá Ögri

Ögur Travel (24).jpg

-Róið á milli fallegra hólma í Ísafjarðardjúpi-

Lagt er upp frá vörinni í Ögri framhjá Æðarskeri og þaðan að Ögurhólmum. Róið meðfram Landhólma, sagt frá Spánverjavígum og bent á Bullufrankagjá sem er nefnd eftir einum skipbrotsmanna sem komst á land þar en var veginn.

 

Róið  milli Landhólma og Djúphólma og svo í kringum hólmann og róið inn í aðra gjána í Djúphólmanum þar sem sogið lyftir kakjökunum upp og niður.

 

Farið í land í hólmanum og sagt frá æðardúntekju, ferðum með sauðfé til geymslu í hólmanum o.fl.

 

Mögulegt er að fara þessa ferð úr Strandseljavík ef vindar eru vestanstæðir. Í þeirri átt skýla Landhólmarnir og hægt að róa í logni austanvert við þá. Í slíkum tilvikum er farið með kajakana á sérstakri kerru inn í Strandseljavík.

 

Tímabil: 1/6 - 30/9 2017 eða samkvæmt samkomulagi
Brottför: Samkvæmt samkomulagi
Lengd ferðar: 3 klst
Innifalið: Kajakbúnaður og leiðsögn
Lágmark: 2
Verð: 12.000,-

selir ögur.jpgögurhólmi.jpgÖgur Travel (18).jpgÖgur Travel (24).jpgÖgur Travel (5).jpg