Ögurnes

Kajakferð frá Ögri

Ögur Travel (26).jpg

- Hér áður fyrr - 

Þetta er stutt ferð og frekar auðveld. Hún hentar þeim vel sem eru að rifja upp gamla kajaktakta og einnig þeim sem hafa ekki róið áður. Gaman er að róa meðfram hamrinum og koma í land í Ögurnesinu þar sem allt að 100 manns bjuggu fram til 1945.

Leiðsögumaður segir frá byggðinni og bendir á áhugaverða staði. Grjótið í Ögurnesinu er sérstakt, þar má finna kóralla og volga uppsprettu.

Róið er til baka sömu leið meðfram fjörunni eftir að hafa fræðst um Ögurnesið og gengið um húsagrunna þar sem eitt sinn voru umsvif útgerðar og búsetu í þorpinu sem eitt sinn var.

- Ath. Lengri fjöldægra ferðir einnig í boði, sendu okkur fyrirspurn!

Tímabil: 1/6 - 30/9 2017 eða samkvæmt samkomulagi
Brottför: eftir samkomulagi
Lengd ferðar: 3 klst.
Innifalið: kajakbúnaður og leiðsögn
Lágmark: 2
Verð: 12.000.- kr.

Ögurkajak_2_gur_.jpg_gurh_lmi_j_converted.jpgHarpa_3.jpgKrakkar a kajak.jpgÖgur Travel (1).jpgÖgur Travel (26).jpg