- Vistvænt sjávarþorp-
Núna er tækifæri til að upplifa lítið vistvænt sjávarþorp og smakka á framleiðsluvörum heimamanna. Suðureyri er lítið vistvænt sjávarþorp þar sem allt snýst um fisk. Í þessari ferð færðu fróðleik um nútímaframleiðslu á fiskafurðum, hvernig svona lítið samfélag er að virka frá degi til dags í bland við nokkur skemmtileg stopp þar sem boðið er uppá smakk að hætti heimamanna.