Menningargöngur

Slóðir minninganna

Gönguferð frá Ögri

Harpa_1.jpg

- Gengið um slóðir minninganna -

Tekið verður á móti hópum úr rútum og einkabílum og þeim sýndur hjallurinn og verkun hákarls, reykkofinn og verkun þar, kirkjan og sagan sögð af staðnum og svæðinu. Upplifun fólks af þessari ferð um túnið í Ögri er jákvæð og hefur fólk á orði að hún skilji eftir góðar minningar.

Geology Helga 4.png

- Elsti hluti Íslands - 

Í hlíðinni, með náttúrufegurðina allt í kring, fáið þið innsýn í gróðurfar Íslands. Á einfaldan hátt fáið þið að vita hvernig Vestfirðir urðu til. Á meðan þið njótið fagra útsýnisins yfir fjörðinn og aðliggjandi dali, heyrið þið og sjáið ýmislegt áhugavert um eldvirkni og hvernig ísaldarjöklar mótuðu landslagið. Leiðsögumaðurinn mun útskýra allt með dæmum fyrir ykkur.

 

Trolls & elves Helga 1.png

- Trúir þú á álfa? -

Ísafjörður er heillandi lítill bær og einstakur á Íslandi – miðbærinn er frá 19. öld,  óvenju vel varðveittur og endurspeglar sérstaka sögu. Ísafjörður er í dag þekktur fyrir menningarlíf og listræna fjölbreytni.

Leiðsögukonan leggur af stað frá Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála, klædd eins og kona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð.

 

 

 

Ísafjarðarganga

Gönguferð á Ísafirði

Helga2.jpg

 – Áhugaverð ferð í gegnum tímann -

Viltu vita hvernig fólk lifði á liðnum öldum?

Af hverju eru íbúarnir stoltir af að búa hér?

Ísafjörður er heillandi lítill bær og einstakur á Íslandi – miðbærinn er frá 19. öld,  óvenju vel varðveittur og endurspeglar sérstaka sögu. Ísafjörður er í dag þekktur fyrir menningarlíf og listræna fjölbreytni.

 

Krókar og kimar Ísafjarðar

Gönguferð á Ísafirði

morrinn.JPG

- Sagan við hvert fótmál -
Gönguferð um eyrina er tilvalin leið til að fletta hulunni af undrum Ísafjarðar og draga fram í dagsljósið forvitnilegar staðreyndir sem ferðafólk jafnt sem heimamenn hafa gaman af.