Álfar, tröll og sögur

Trolls & elves Helga 1.png

- Trúir þú á álfa? -

Myndi þú vilja vita meira um tröll, álfa, drauga og aðrar náttúruvættir?

Heillast þú af þjóðtrú og kynjasögum?

Finnst þér gaman að hlusta á ævintýri og þjóðsögur? Viltu fræðast meira um tímann þegar sögurnar urðu til?

 

Ísafjörður er heillandi lítill bær og einstakur á Íslandi – miðbærinn er frá 19. öld,  óvenju vel varðveittur og endurspeglar sérstaka sögu. Ísafjörður er í dag þekktur fyrir menningarlíf og listræna fjölbreytni.

Leiðsögukonan leggur af stað frá Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála, klædd eins og kona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð.

Þið heyrið sögur og ævintýri um drauga, álfa, tröll og aðrar verur í kringum okkur, um fólkið og lífskjör þess, trú, viðhorf og menningu sem endurspeglast í þjóðsögum svæðisins. Kannski finnið þið fyrir lítilsháttar skjálfta þegar sagt er frá draugum eða hrifningu þegar dularfullar verur vakna til lífsins í huga ykkar.

Uppi í fjallshlíðinni, umkringd fegurð náttúrunnar, sjáið þið þá staði sem sagt er frá í sögunum um tröll, álfa, drauga og fólk. Þið hlýðið á sögurnar á meðan þið njótið fallegs útsýnisins yfir fjörðinn og nærliggjandi dali.

 

Tímabil: Allt árið

Brottför: alla daga kl. 14:00 og 10:00

Lagt af stað frá : Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála

Upphækkun:  allt að 80 m

Lengd ferðar: 2,5 klst.

Innifalið: leiðsögn

Lágmarksfjöldi: 1 

Verð: 8.500 ISK/10.500 ISK fyrir  einn

Trolls & elves Helga 1.png