Ísafjarðarganga

Gönguferð á Ísafirði

Helga2.jpg

 – Áhugaverð ferð í gegnum tímann -

Viltu vita hvernig fólk lifði á liðnum öldum?

Af hverju eru íbúarnir stoltir af að búa hér? Hvað er mikilvægt fyrir þá í dag, hvernig lifa þeir og hugsa?

Finnst þér saga áhugaverð? Finnst þér gömul hús heillandi? Finnst þér gaman að hlusta á ævintýri og þjóðsögur?

 

Ísafjörður er heillandi lítill bær og einstakur á Íslandi – miðbærinn er frá 19. öld,  óvenju vel varðveittur og endurspeglar sérstaka sögu. Ísafjörður er í dag þekktur fyrir menningarlíf og listræna fjölbreytni.

Leiðsögukonan leggur af stað frá Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála, klædd eins og kona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð.

Í lok gönguferðarinnar í hlíðinni með náttúrufegurðina allt í kring, fáið þið innsýn í gróðurfar Íslands og sjáið plönturnar í sínu náttúrulega umhverfi. Á meðan þið njótið fagurs útsýnis yfir fjörðinn og aðliggjandi dali, fáið þið að vita hvernig Vestfirðir urðu til og hvernig landslagið, eins og það er í dag, mótaðist.

.          

Í lok ferðarinnar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um eina klukkustund til að fræðast um eitt af eftirfarandi efnum:

Jarðsaga og jarðfræði, Gróður Vestfjarða/Haustlitir eða Álfar, tröll og sögur.

 

Tímabil: Allt árið

Brottför: 10:00 + 14:00 og eftir samkomulagi

Lagt af stað frá : Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála

Lengd ferðar: 2 klst.

Innifalið: leiðsögn

Lágmarksfjöldi: 2

Verð:

1 manneskja 16.000 ISK 

2-5 manneskjur 9.900 ISK per mann

6-7 manneskjur 8.900 ISK per mann 

8-10 manneskjur 7.900 ISK per mann

 Frítt fyrir 12 ára og yngri

Winter lifeBlómHaustlitirHelga GuideHoltasóleyTrollÍsafjörður from hillsideHelga2.jpg