Jarðsaga og jarðfræði

Geology Helga 4.png

- Elsti hluti Íslands - 

Viltu vita hvernig Ísland myndaðist?

Hefur þig alltaf langað að skoða og skilja áhrif ísaldarjökla á landslagið í kringum þig?

Finnst þér grjót áhugavert?

Hefur þú áhuga á eldvirkni?

Gönguferðin byrjar hjá upplýsingamiðstöð ferðamanna á Ísafirði sem er lítill bær með 2600 íbúum, leiðin liggur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir ofan Ísafjörð. Á leiðinni sjáið þið hús frá blómatíma Ísafjarðar og heyrið áhugaverða hluti um staðinn, sögu hans og menningu.

Í hlíðinni, með náttúrufegurðina allt í kring, fáið þið innsýn í gróðurfar Íslands. Á einfaldan hátt fáið þið að vita hvernig Vestfirðir urðu til. Á meðan þið njótið fagra útsýnisins yfir fjörðinn og aðliggjandi dali, heyrið þið og sjáið ýmislegt áhugavert um eldvirkni og hvernig ísaldarjöklar mótuðu landslagið. Leiðsögumaðurinn mun útskýra allt með dæmum fyrir ykkur.

Einnig eru skoðaðar steindir og jarðlög og fjallað um áhrif náttúruafla s.s. veðrunar, snjóflóða og snjóflóðavarnarvirkja á íslenska náttúru.

Tímabil: 1/5-15/10 2017

Brottför: alla daga kl. 14:00 og 10:00 eða eftir samkomulagi

Lagt af stað frá : Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála

Upphækkun:  allt að 80 m

Lengd ferðar: 3  klst.

Innifalið: leiðsögn

Lágmarksfjöldi:

Verð: 

20.000 ISK fyrir  einn

2-5 manns 12.900 kr per mann

6-7 manns 11.600 kr per mann

8-10 manns 10.300 kr per mann

Geology Helga 1.pngGeology Helga 2.pngGeology Helga 3.pngGeology Helga 4.png