Skoðunarferðir

mynd 1.jpg

ATV - Ísafjörður offers atv / quad guided tours. You can experience the varied nature around Isafjordur in a safe, simple and fun way, in a small group. We follow the old gravel paths and experience places that can be difficult to access another way. Up in the mountains there is a magnificent view and you can even see the surrounding fjords.

Dynjandi 3.jpg

Útsýnisferð á bíl.

Fossinn Dynjandi í Arnarfirði er einn stórkostlegasti foss landsins.

Akstur eftir fjallvegunum  suðvestur frá Ísafirði gefur góða mynd af stórbrotnu landslagi norðanverðra Vestfjarða.

Firðir og fólk

Skoðunarferð Frá Ísafirði

Haukur Vestfirðir 2006 (9).jpg

Þessi skemmtilega skoðunarferð um nágrenni Ísafjarðar gefur innsýn í líf og störf fólks á svæðinu. Ógleymanleg útsýnisferð þar sem stórkostleg fjöll, firðir, sveitabæir og sjávarþorp eru í aðalhlutverki. Svæðið er þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf...

Autum Helga 2.png

- Fegurð haustsins -

Í hlíðinni, með haustfegurðina allt í kring, fáið þið innsýn í gróðurfar Íslands og skoðið plönturnar og sveppi í sínu náttúrulegu umhverfi. Leiðsögumaðurinn mun segja margt áhugavert um plöntur og notkun þeirra bæði á liðnum tímum og nú, á meðan þið njótið fagurs útsýnis yfir fjörðinn og aðliggjandi dali. Á einfaldan hátt fáið þið að vita hvernig Vestfirðir urðu til og hvernig landslagið, eins og það er í dag, mótaðist.

 

 

Plants Helga 1.png

-  Einstök náttúra -

Í hlíðinni, með náttúrufegurðina allt í kring, fáið þið innsýn í gróðurfar Íslands og skoðið plönturnar í sínu náttúrulegu umhverfi. Leiðsögumaðurinn mun segja margt áhugavert um plöntur og notkun þeirra bæði á liðnum tímum og nú, á meðan þið njótið fagurs útsýnis yfir fjörðinn og aðliggjandi dali. Á einfaldan hátt fáið þið að vita hvernig Vestfirðir urðu til og hvernig landslagið, eins og það er í dag, mótaðist.

 

 

Ósnortna vestrið

Ferð frá Patreksfirði

The Grand West2.JPG

-Látrabjarg & Rauðasandur-

Látrabjarg er vestasti oddi Evrópu og jaframt eitt þéttsetnasta fuglabjarg heims og búsvæði milljóna sjófugla.  Lundinn í bjarginu á það til að stilla sér upp fyrir framan myndavélar ferðamanna, þeim til mikillar gleði.  Oft má sjá seli sóla sig fyrir neðan bjargið.  Selirnir eru einnig tíðir gestir Rauðasands en þar er að finna stórt selalátur þar sem urtur landsels liggja með kópa sína á sandströndinni.  

Mögnuð blanda

Skoðunnarferð frá Patreksfirði

Splendid Combination1.jpg

-Dynjandi, Tálknafjörður & Bíldudalur-

Arnarfjörður er margrómaður fyrir fegurð sína, sæbrött, tignarleg hamrafjöll liggja að firðinum, djúpir dalir og stríðar ár.  Marbreytileiki fjarðarins er ótrúlegur og fegurðinni verður vart með orðum lýst. Fossinn Dynjandi er gríðarlega tilkomumikill en hann er stærsti foss Vestfjarða.  Það er auðvelt að ganga upp með fossinum og njóta útsýnisins yfir fjörðinn.  Á Bíldudal hafa bæjarbúar alist upp við frásagnir af fjörulöllum, skrímslum og öðrum kynjaskepnum.