Firðir og fólk

Skoðunarferð Frá Ísafirði

Haukur Vestfirðir 2006 (9).jpg

Þessi skemmtilega skoðunarferð um nágrenni Ísafjarðar gefur innsýn í líf og störf fólks á svæðinu. Ógleymanleg útsýnisferð þar sem stórkostleg fjöll, firðir, sveitabæir og sjávarþorp eru í aðalhlutverki. Svæðið er þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf og eru m.a. stór æðarvörp á svæðinu. Farið er um sveitir og fiskiþorp á norðanverðum Vestfjörðum. Helstu viðkomustaðir eru Tungudalur þar sem stoppað er við lítinn foss í fallegu grónu umhverfi og sjávarþorpin Flateyri og/eða Suðureyri. Hægt er að skoða kirkjur, handverkshús og söfn s.s. "Dellusafnið" á Flateyri eða "Melrakkasetrið" í Súðavík. Í ferðinni er hægt að heimsækja bændabýli og/eða fiskvinnslu.

Ef veður leyfir er hægt að taka göngu í hvítri sandfjörunni í Önundarfirði.
Ferðin tekur mið af veðri og árstíma og er sniðin að óskum þátttakenda. 

 

Tímabil: allt árið 
Brottför: eftir samkomulagi
Lengd ferðar: ca 3 tímar
Innifalið: bíll sem hentar stærð hóps - driver guid
Lágmark/hámark: 1-17 farþegar
Verð: 14.500 á mann (lágmarksverð 58.000)

_MG_4158.JPGHaukur Vestfirðir 2006 (1).jpgHaukur Vestfirðir 2006 (9).jpgFlateyri.jpgur_onundarfirði_hestur.JPGYfir Hjarðardal 1.jpgYfir Önundarfjörð.jpgSandkastala keppni.jpgBryggjan.jpgæðafuglar.JPGKýr.JPGSandur Önundarfjörður.JPG