Mögnuð blanda

Skoðunnarferð frá Patreksfirði

Splendid Combination1.jpg

-Dynjandi, Tálknafjörður & Bíldudalur-

Arnarfjörður er margrómaður fyrir fegurð sína, sæbrött, tignarleg hamrafjöll liggja að firðinum, djúpir dalir og stríðar ár.  Marbreytileiki fjarðarins er ótrúlegur og fegurðinni verður vart með orðum lýst. Fossinn Dynjandi er gríðarlega tilkomumikill en hann er stærsti foss Vestfjarða.  Það er auðvelt að ganga upp með fossinum og njóta útsýnisins yfir fjörðinn.  Á Bíldudal hafa bæjarbúar alist upp við frásagnir af fjörulöllum, skrímslum og öðrum kynjaskepnum en þar er að finna ævintýralegt safn um þessar skepnur, Skrímslasetrið.  Á þessu sérstæða safni fá gestir innsýn í þjóðtrú Íslendinga er tengist sjávarskrímslum.  Stoppað verður við Reykjafjarðarlaug en vatn laugarinnar kemur frá heitri uppsprettu nálægt lauginni.  Einnig er þar að finna litla hlaðna setlaug.  Snyrtilega sjávarplássið Tálknafjörður verður einnig heimsótt en heillandi heitar laugar er að finna í firðinum og eru þær nýttar til upphitunar.  Í Vatnsfirði verður minnisvarðinn um landnámsmanninn Hrafna Flóka skoðaðar.

 

Tímabil: 1/5-15/9 2017

Brottför: kl. 09:00 frá ferðamannamiðstöðinni á Patreksfirði þriðju-, fimmtu- og laugardaga

Lengd ferðar: 9 klst 

Innifalið: Leiðsögn, akstur og aðgangseyrir að Skrímslasetrinu

Verð: 19.900 ISK fyrir fullorðna og 9.500 fyrir börn frá 6-12 ára. 

Splendid Combination1.jpgSplendid Combination2.jpgSplendid Combination3.jpg