Plöntur

Plants Helga 1.png

-  Einstök náttúra -

Hefur þú áhuga á íslenskri flóru?

Viltu vita nöfnin á plöntum sem þú sérð í náttúrunni?

Langar þig að vita um notkun plantna fyrr og nú?

Nýtur þú þess að vera úti í náttúrunni?

 

Gönguferðin byrjar hjá Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála á Ísafirði, sem er lítill bær með 2600 íbúum, leiðin liggur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir ofan Ísafjörð. Á leiðinni sjáið þið hús frá blómatíma Ísafjarðar og heyrið áhugaverða hluti um staðinn, sögu hans og menningu.

Í hlíðinni, með náttúrufegurðina allt í kring, fáið þið innsýn í gróðurfar Íslands og skoðið plönturnar í sínu náttúrulegu umhverfi. Leiðsögumaðurinn mun segja margt áhugavert um plöntur og notkun þeirra bæði á liðnum tímum og nú, á meðan þið njótið fagurs útsýnis yfir fjörðinn og aðliggjandi dali. Á einfaldan hátt fáið þið að vita hvernig Vestfirðir urðu til og hvernig landslagið, eins og það er í dag, mótaðist.

Látið heillast af íslenskri náttúru og njótið þessa sérstaka andrúmslofts þar sem meira að segja grjótið ilmar!

Í lok ferðarinnar er gefinn kostur á því að skoða garð leiðsögumanns.

 

Ef þig langar  – getur þú keypt jurtate af  einhverri af þeim vestfirsku plöntum, sem þú sást í gönguferðinni okkar.

 

Tímabil: 1/5-15/10 2016

Brottför: alla daga kl.10:00 eða eftir óskum

Lagt af stað frá : Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála

Upphækkun:  allt að 80 m

Lengd ferðar: 3 klst.

Innifalið: leiðsögn

Lágmarksfjöldi: 1 

Verð: 

20.000 ISK fyrir  einn

2-5 manns 12.900 kr per mann

6-7 manns 11.600 kr per mann

8-10 manns 10.300 kr per mann

Plants Helga 1.pngPlants Helga 2.pngPlants Helga 3.pngPlants Helga 4.pngPlants Helga 5.png