Vigur - Perlan í Djúpinu

Skoðunarferð frá Ísafirði

Lundar í Vigur

- Perlan í Djúpinu -

Eyjan Vigur er einn af þeim stöðum sem ferðafólk til Vestfjarða verður að heimsækja. 
Íbúar eyjunnar bjóða ykkur velkomin með afslöppuðu og rólegu fasi og þar er sem tíminn standi kyrr.  Á gönguferð um eyjuna fá gestir tækifæri til að skoða þúsundir fugla t.d. æðarfugl, lunda og teistu. Á eyjunni er eina vindmyllan á Íslandi og minnsta pósthús Evrópu. Að að gönguferðinni lokinni er boðið upp á veitingar í nýuppgerðum veitingasal eyjaskeggjanna. 
Komið er aftur til Ísafjarðar 3-4 klst eftir brottför. 
 

 

Tímabil: 01/06 - 23/8 2017

Brottför: 14:00 daglega. Ath brottfarartími getur breyst á milli daga. 
Lengd ferðar: 3 tímar
Innifalið: Bátsferð, leiðsögn og léttar veitingar í eyjunni.
Lágmark: 8
Verð: 11.000 ISK á mann, 5.500 ISK fyrir 4-12 ára börn, frítt fyrir 0-3 ára.

ATH: : Ekki hentug ferð fyrir líkamlega fatlaða eða þá sem þurfa að notast við hjólastóla við samgöngur þar sem að ferðin felur í sér göngur á ójöfnum stígum.

 

Lundar í Vigur (2)Lundar í Vigur Ögur080718_h_MG_3347.jpg080718_h_MG_3482.jpg080718_h_MG_3351.jpg080718_h_MG_3379.jpg080718_h_MG_3472.jpg080718_h_MG_3476.jpg