Afmæli Vesturferða

Í ár fagna Vesturferðir 20 ára afmæli ásamt nýrri heimasíðu !

 

Vesturferðir voru stofnaðar árið 1993. Með stofnun þeirra voru mörkuð ný byrjun í skipulagðri ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Í dag eru eigendur Vesturferða um 60 talsins. Eru það aðilar í ferðaþjónustu hér á svæðinu ásamt öðrum fyrirtækjum og einkaaðilum. Hefur þetta stuðlað að auknu samstarfi á milli ferðaþjónustu fyrirtækja hér á Vestfjörðum. 

 

Vesturferðir bjóða uppá dagsferðir og sérsniðna ferðapakka sem eru allt frá einum degi til nokkurra daga fyrir einstakling, pör eða hópa. 

Vesturferðir bjóða uppá ferðir um alla Vestfirði og erum stolt af því að bjóða uppá nýjar ferðir og aukna þjónustu á hverju ári

Í sumar 2013 voru tvær aðrar ferðaskrifstofur að selja ferðirnar okkar hér fyrir Vestan, ein á Hólmavík og hin á Bíldudal.  

Til að fá frekari upplýsingar um ferðirnar okkar, bókanir eða annað þá getið þið sent tölvupóst á netfangið vesturferdir@vesturferdir.is eða hringt í okkur í síma: 456-5111

Endilega að senda okkur tölvupóst á netfangið: vesturferdir@vesturferdir.is eða hringja í síma 456-5111 til að fá upplýsingar um ferðir, bókanir eða frekari upplýsingar.