Dagur á Hornbjargi

Báts- og gönguferð frá Ísafirði

Hvannadalur.jpg

- Hornbjarg - eitt stærsta fuglabjarg í heimi -
Hornvík er án efa einn afskekktasti staður landsins og af mörgum talinn sá fallegasti. Byggð lagðist þar af fyrir miðja 20. öldina en í dag er þar útivistarperla sem allt of fáir fá að njóta vegna erfiðs aðgengis. Eina leiðin til að komast í Hornvík er með bát og er þessi ferð sniðin fyrir þá sem vilja kynnast þessum merka stað. 

Í Hornvík er náttúrufegurðin engu lík enda er víkin umgirt stærstu fuglabjörgum Íslands. Siglingin hefst á Ísafirði og á leiðinni gefst tækifæri til að njóta útsýnis inn Jökulfirðina, til Hornstranda og má svo sjá ægilegt Hælavíkurbjargið og Hornvíkina nálgast frá sjó. Siglt er að Horni og þaðan gengið á Hornbjarg. Þar er stórkostlegt fuglalífið skoðað sem og búskapur refa í friðlandinu. Ef veður leyfir er gengið uppá og yfir Miðfellið, þar sem á góðum degi sést alla leið suður að Geirólfsnúpi. Gangan endar aftur að Horni, þar sem báturinn er tekin til Ísafjarðar.

Með í för er fróður leiðsögumaður sem þekkir vel til sögu svæðisins og er vel að sér um dýra- og plöntulíf.

Að auki er hægt að panta ferskann og heimalagaðann nestispakka sem inniheldur tvær brauðbollur, eitt orkustykki og eitt bláberjamuffins á 2.100 ISK stykkið.


Ferðin tekur um 12 tíma og þar af er dvalið í Hornvík í u.þ.b. 5 tíma. 
 


Ath. Nauðsynlegt er að hafa með sér hlý, vatns- og vindheld föt, góða gönguskó, vettlinga og húfu, hádegisverð og drykk! Og ekki gleyma myndavélinni. 


Tímabil: 8/6 - 25/8 2017
Brottför: fimmtudaga kl. 09:00.  

Lengd ferðar: 10-12 klst

Innifalið: bátsferðir, leiðsögn

Aldurstakmark: 12 ára

Lágmark: 2

Verð: 42.900 kr á mann

 

 

 

 

Fuglar í Hornvík.JPGHornbjarg.jpgHvannadalur.jpgHælavíkurbjarg.jpgKálfatindar 1.JPGKálfatindar.jpgRekavík.JPG