Hornstrandir - Panorama

Bátsferð frá Ísafirði

Kvíar.jpg

- Gönguferð frá Veiðileysufirði að Kvíum -


Siglt frá Ísafirði klukkan 09:00 að morgni. Komið í land og gengið upp Bæjardal í Veiðileysufirði þar til útsýni opnast niður í Lónafjörð, sem margir kalla fegursta fjörð á Íslandi. Þar verður snætt dýrindis hádegisnesti á fögrum fjallstoppi. Síðan verður gengið niður Kvíadal og að eyðibýlinu Kvíum í Jökulfjörðum þar sem göngunni lýkur. Eldaður verður kvöldmatur og borðað í gamla eldhúsinu.

Báturinn kemur um klukkan 19:30 og komið til Ísafjarðar um klukkan 20:30. 

Tímabil: 02/6-15/9 2017, Brottför alla miðvikudaga og föstudaga.
Brottför: 09:00
Lengd ferðar: 13 klst

Lágmark: 2
Innifalið: Bátsferðin, leiðsögumaður, hádegismatur, kaffi og kvöldmatur.
Verð: 44.900-,

 

Hvað skal hafa meðferðis:

Hlý útivistarföt

Gönguskó

Húfu

Dagsferðapoka

Vatnsflösku

Og ekki gleyma myndavélinni

Disclaimer: All hiking trips are undertaken on the responsibility of its participants. BOREA/Westtours does not assume any responsibility for accidents which are caused by its customers or can be traced to their own actions. Participants have to sign a waiver before undertaking all trips stating that they realize that all outdoor activities carry an inherit risk.

Kvíar.jpg