Gönguferð frá Aðalvík til Hesteyrar

Báts- og gönguferð frá Ísafirði

Útsýni

- Dagsferð í Hornstrandafriðlandinu -

Hornstrandir hafa í seinni tíð fengið á sig dulúðlegan blæ. Með myndum eins og Börnum náttúrunnar hefur skapast æ meiri áhugi á að kynnast þessu merka svæði. Í tímaþröng nútímans er því tilvalið að taka sér einn dag og fá örlítið sýnishorn af því hvernig fjöllin, húsin, gróðurinn og fjarlægðin frá gsm-sambandinu spila saman. 

Aðalvík er þrungin sögu og víkin umkringd tveim herstöðvum úr seinna stríði. Önnur þeirra á Straumnesfjalli og hin á fjallinu Darra. Á Hesteyri standa enn níu hús sem notuð eru sem sumarhús. Staðsetning síldar- og hvalveiðistöðvarinnar sem byggð var 1894, þykir merkileg, um 2 km innan við þorpið. Þar stendur enn hár strompur stöðvarinnar og aðrar rústir. Ef tími gefst til er möguleiki á að ganga inn að Stekkeyri, þar sem síldar- og hvalveiðistöðin eitt sinn stóð. 

Siglt er frá Ísafirði að Sæbóli í Aðalvík. Genginn er Staðardalurinn að Staðarkirkju sem þar stendur. Þaðan er gengið upp Fannadal og inn Hesteyrarbrúnir að Hesteyri. Á leiðinni sést vel um Djúp, Jökulfirði og upp á Drangajökul.

Miðlungserfið ganga, 14 km, rúmlega 300 metra hækkun í nokkuð grófu undirlagi. Gott er að koma með vaðskó eða lítið handklæði því vaðið er yfir Sléttuá. 
 

 

Að auki er hægt að panta ferskann og heimalagaðann nestispakka sem inniheldur tvær brauðbollur, eitt orkustykki og eitt bláberjamuffins á 2.300 ISK stykkið.

 

Ath. Nauðsynlegt er að hafa með sér hlý, vatns- og vindheld föt, góða gönguskó, vettlinga og húfu, hádegisverð og drykk! Gott er að hafa með sér vaðskó og lítið handklæði til að þurrka blautar fætur eftir vað. Og ekki gleyma myndavélinni. Tímabil: 10/6 - 26/8 2017
Brottför: 09:00; þriðjudaga

Lengd ferðar: 10-12 klst

Innifalið: bátsferðir Ísafjörður-Aðalvík og Hesteyri-Ísafjörður, leiðsögn

Verð: 32.900 kr á mann

Verð 4-12 ára: 16.450 kr

ATH:

Þann 13 júní er brottför kl. 8:00

 

 

 

ÚtsýniRefurLæknishúsið