Ganga frá Hesteyri að Látrum

Báts- og gönguferð frá Ísafirði

080715_h_MG_2213.jpg

- Dagsganga í friðlandinu -
Gönguferð frá Hesteyri að Látrum í Aðalvík með viðkomu í Miðvík. Þessari ferð svipar í ýmsu til Gönguferð frá Aðalvík til Hesteyrar sem farin er á þriðjudögum. Þessi ferð er farin á laugardögum.

Farið er frá Ísafirði á laugardögum frá 13. júní til 22. ágúst 2015. Lagt er af að morgni og siglt til Hesteyrar. Eftir stuttan stans á Hesteyri er lagt af stað upp Hesteyrardal og gengið upp í Hesteyrarskarð milli fellana Búrfells og Kagrafells. Úr Hesteyrarskarði er mjög fallegt útsýni yfir Aðalvík og Straumnes. Úr Hesteyrarskarði er gengið niður í Miðvík og haldið að bæjarstæðinu þar sem bærinn Neðri-Miðvík stóð. Farið er að Miðvíkurósi. Frá Miðvíkurósi er gengið fyrir Kleif (Mannfjall). Í Kleifinni er mikill sand- og ísfláki sem gaman er að skoða. Þaðan er gengið að Stakkadalsósi og hann vaðinn. Síðan er gengið meðfram sjónum og yfir að Látrum þar sem báturinn bíður og flytur göngufólkið aftur til Ísafjarðar. Stefnt að komu þangað um kvöldmatarleytið.
 

Gangan er um  12 kílometer og hækkun tæpir 300 metrar.

 

Að auki er hægt að panta ferskann og heimalagaðann nestispakka sem inniheldur tvær brauðbollur, eitt orkustykki og eitt bláberjamuffins á 2.100 ISK stykkið.

 

Ath. Nauðsynlegt er að hafa með sér hlý, vatns- og vindheld föt, góða gönguskó, vettlinga og húfu, hádegisverð og drykk! Gott er að hafa með sér vaðskó og lítið handklæði til að þurrka blautar fætur eftir vað. Og ekki gleyma myndavélinni.  


Tímabli: 10/6 - 26/8 2017
Brottför: laugardaga kl.09:00

Lengd ferðar: 9-10 klst

Innifalið: bátsferðir Ísafjörður-Aðalvík og Hesteyri-Ísafjörður, leiðsögn

Lágmark:

Verð: 32.900 kr

Verð 4-12 ára: 16.450 kr

 

 

 

Hesteyri 4.JPGmidvikuros.JPGmidvikuros2.JPGRefur á Hornströndum.jpgSmjörgras.jpgvatn.JPG080715_h_MG_2213.jpg