Heimsókn á Hesteyri

Bátsferð frá Ísafirði

Hesteyri4.jpg

- Þar sem tíminn stendur í stað -
Á Hesteyri er gaman að koma. Þar byggðist upp þyrping húsa þegar Norðmenn byggðu síldar- og hvalveiðistöð, á Stekkeyri rétt utan við Hesteyri, árið 1894. Mörg þeirra húsa standa enn í dag, s.s. gamla skólahúsið, búðin og læknishúsið. Á Hesteyri hefur, eftir að ábeit sauðfjár var hætt, orðið æ gróðursælla með hverju árinu og er fuglalífið fjölskrúðugt. Selir eru tíðir gestir á staksteinum í firðinum, og einnig refir sem oft sjást á vappi utan við byggðina. Óteljandi fossar berja hlíðarnar inn eftir öllum firðinum. Friðurinn og villt náttúran valda því að það er eins og tíminn standi í stað.

Bátsferðin frá Ísafirði á Hesteyri tekur um rúman klukkutíma. Þegar komið er í land er gengið um eyrina undir leiðsögn, þar sem saga svæðisins er kynnt, húsin og náttúrulífið skoðað og komið við á gamla kirkjustaðnum. Gangan endar í hinu fallega Læknishúsi, sem haldið hefur verið vel við og þar eru kaffiveitingar bornar á borð. Ferðin tekur alls 5 tíma.


Tímabil: 04/06 - 31/08 2017
Brottför:  á miðviku-, föstu, og sunnudögum kl.13:00. Ath. það getur komið fyrir að brottfarartími breytist. Vinsamlega hafði samband við okkur til að fá dagsetningu og tíma brottfarar.  
Lengd ferðar: 5 klst
Innifalið: bátsferð, leiðsögn og kaffiveitingar í Læknishúsinu á Hesteyri
Lágmark: 2

Verð: 14.400 kr 

Verð 4-12 ára: 7.200 kr

Hesteyri.jpgHesteyri1.jpgHesteyri2.jpgHesteyri3.jpgHesteyri4.jpg