Sérsniðið

Gönguhópaþjónusta

 

Vesturferðir geta séð um skipulagningu lengri og styttri gönguferða frá A-Ö.

Skipulagning slíkra ferða er flókin, þar sem huga þarf að því hverjir fara með, hvernig eigi að flytja fólk og farangur, hvar skuli gista, hvernig ferðinni skuli háttað, hvar skuli gista eftir og fyrir ferðina og hvernig hægt sé nú að gera þetta án þess að eyða of miklum peningum. Starfsfólk Vesturferða er vant því að skipuleggja svona ferðir, og því er skynsamlegt að kaupa slíka þjónustu, og einbeita sér að öðrum og skemmtilegri þáttum ferðarinnar.

 

Aðstoð við skipulagningu

Hversu lengi er maður að ganga frá Hornvík til Fljótavíkur? Í hvaða átt er skemmtilegra að ganga? Hvaða tími árs hentar best? Við aðstoðum við að setja upp ferðaáætlunina.

 

Flutningur á fólki

Vesturferðir selja í áætlunarbáta á Hornstrandir og aðliggjandi svæði. Við gerum tilboð í stærri og flóknari ferðir.

 

Gisting á Hornströndum

Við útvegum gistingu á Hornströndum. Gisting er í boði, m.a. á Hesteyri, Hlöðuvík, Látravík og Bolungarvík á Ströndum.  

 

Leiðsögn

Upplifunin af göngu um Hornstrandir er miklu sterkari í félagi með reyndum leiðsögumanni. Sagan, plönturnar, fuglarnir og gönguleiðirnar eru þættir sem leiðsögumennirnir okkar þekkja, sem og skyndihjálp og fleira. 

 

Trússferðir á Hornstrandir

Margir hópar vilja fá trússþjónustu. Við getum útvegað báta af ýmsum stærðum og gerðum til að flytja farangur. Gera þarf tilboð í hvert og eitt skipti. Gott er að hafa í huga þegar gönguferð er skipulögð, að bátarnir eru að jafnaði staðsettir á Ísafirði eða Bolungarvík, og því þarf alltaf að gera ráð fyrir siglingu á tómum báti að staðnum þar sem farangur er sóttur og frá þeim stað þar sem farangur er skilinn eftir.

 

Gisting fyrir og eftir

Líklega þarf að gista í byggð annaðhvort fyrir eða eftir gönguna. 

 

Lokaveisla

Eftir að komið er til byggða, eftir velheppnaða göngu er tilvalið að fara loksins úr gore-texinu og flísinu, í sturtu og í sitt fínna púss og njóta góðs matar sem er ekki frostþurrkaður eða úr dós. Hvernig væri til dæmis að fara í sal þar sem hægt er að skoða myndirnar úr ferðinni á skjávarpa?

 

Endilega sendu okkur línu: vesturferdir@vesturferdir.is

 

Hornvik