Aktu sjálfur

Aktu sjálfur.

Að kanna Vestfirðina akandi er svo sannarlega upplifun. Við mælum með þessum ferðamáta fyrir þá sem vilja ekki vera neinum háðir. Við getum skipulagt ferðina fyrir þig hvort sem er um sumar eða vetur.

 

Ef þú ætlar að aka Vestfjarðar hringinn að sumri til þá þarftu amk 4 til 5 daga í það. Auðvitað er líka hægt að koma og sjá það helsta á tveim dögum.  

 

Á veturna þá erum við háð vegsamgöngum. Yfirleitt er Vestfjarðar hringurinn ekki fær frá október til maí ár hvert. En það kemur þó fyrir að það sé opið.

Þú getur fengið upplýsingar um ástand vega á heimasíðunni: www.vegagerdin.is.  

 

Ef lítill tími er í boði þá er hægt að fljúga til Ísafjarðar frá Reykjavík(40 mínútna flug) og dvelja yfir daginn og fljúga heim samdægurs eða vera í 1-2 nætur.