Fundir og ráðstefnur

Að halda fundi eða ráðstefnur á Vestfjörðum er einstakt. Að vera umkringdur fjallasölum og náttúrufegurð. Það segja þeir sem við höfum skipulagt fundi og ráðstefnur fyrir.

Þetta er eitthvað sem fyrirtæki,klúbbar og félagsamtök ættu að hafa í huga. Það skiptir ekki máli hvort að fundartíminn sé að vori, sumri, hausti eða vetri.

 

Við getum veitt ykkur eftirtalda þjónustu:

Sett upp dagskrá fundarins/ráðstefnunnar

Bókað fundarsali

Tekið við skráningum á fundinn/ráðstefnuna

Útvegað veitingar

Bókað flug og rútu fyrir funda/ráðstefnugesti

Bókað gistingu fyrir funda/ráðstefnugesti 

Bókað afþreyingu á milli funda og/eða eftir fundarlok

 

Vinsælar afþreyingingar: Skoðunarferðir með rútu eða bát

Útivist: bátsferðir, hestaferðir, skoðunarferðir og kayak

Menningar og tónlistarskemmtun

 

Og alla aðra þjónustu á meðan fundinum/ráðstefnunni stendur. Einnig ef fólk vill nota tækifærið og lengja dvölina hér fyrir Vestan þá getum við annast það sem þarf.

 

Við mælum með því að fundargestir taki með sér vini eða fjölskyldu Vestur. Við getum annast áhugaverða afþreyingu fyrir þau á meðan fundum stendur.  

 

Við getum haft eftir með stolti það gestir okkar, sem voru hér, á ráðstefnu í ágúst 2012, sögðu: „ Vestfirði verðum við að heimsækja aftur!“ 

 

Fundir/ráðstefnur sem Vesturferðir hafa haft umsjón með: 

Upplifðu - The interaction of tourism and creative industries
Ferðaþjónustu ráðstefna á  Ísafirði dagana 5. til 6. október 2011.

Nordic Maritime Museums Meeting 

Fulltrúar frá the Nordic Maritime Museums hittast á  Ísafirði dagana 22. til 25. Ágúst 2012

4th International Arctic Fox Conference

Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir dagana 11. til 13. október 2013

 

Til að fá frekari upplýsingar hafðu þá samband við okkur á netfangið : vesturferdir@vesturferdir.is