Sumar

Geology Helga 4.png

- Elsti hluti Íslands - 

Í hlíðinni, með náttúrufegurðina allt í kring, fáið þið innsýn í gróðurfar Íslands. Á einfaldan hátt fáið þið að vita hvernig Vestfirðir urðu til. Á meðan þið njótið fagra útsýnisins yfir fjörðinn og aðliggjandi dali, heyrið þið og sjáið ýmislegt áhugavert um eldvirkni og hvernig ísaldarjöklar mótuðu landslagið. Leiðsögumaðurinn mun útskýra allt með dæmum fyrir ykkur.

 

Trolls & elves Helga 1.png

- Trúir þú á álfa? -

Ísafjörður er heillandi lítill bær og einstakur á Íslandi – miðbærinn er frá 19. öld,  óvenju vel varðveittur og endurspeglar sérstaka sögu. Ísafjörður er í dag þekktur fyrir menningarlíf og listræna fjölbreytni.

Leiðsögukonan leggur af stað frá Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála, klædd eins og kona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð.

 

 

 

Leikið í fjörunni.jpg

Rauðasandur is one of Iceland’s most spectacular sites and most famous beach, red coloured in beautiful settings of black cliffs and blue ocean. If weather and visibility are good we can see all the way to Snæfellsnes peninsula and Snæfellsjökull glacier.

IMG_5175.jpg

- Leitað að hvölum og heimsókn í Vigur -

Komdu og sjáðu hið einstaklega fallega landslag Djúpsins  og Vigurs frá sjónum á meðan leitað er að hvölum. Þú gætir séð seli og fugla í þeirra náttúrulega umhverfi.

044.jpg

Fjallvegur sem er engu líkur. Ferðin er heillandi og þú átt eftir að gapa af undrun og upplifa undursamlega náttúru og spennu.

Vigur - Perlan í Djúpinu

Skoðunarferð frá Ísafirði

Lundar í Vigur

- Perlan í Djúpinu -

Eyjan Vigur er einn af þeim stöðum sem ferðafólk til Vestfjarða verður að heimsækja. 
Íbúar eyjunnar bjóða ykkur velkomin með afslöppuðu og rólegu fasi og þar er sem tíminn standi kyrr.  Á gönguferð um eyjuna fá gestir tækifæri til að skoða þúsundir fugla t.d. æðarfugl, lunda og teistu.

Slóðir minninganna

Gönguferð frá Ögri

Harpa_1.jpg

- Gengið um slóðir minninganna -

Tekið verður á móti hópum úr rútum og einkabílum og þeim sýndur hjallurinn og verkun hákarls, reykkofinn og verkun þar, kirkjan og sagan sögð af staðnum og svæðinu. Upplifun fólks af þessari ferð um túnið í Ögri er jákvæð og hefur fólk á orði að hún skilji eftir góðar minningar.

Varða á Hömlum

Gönguferð frá Ögri

Halla1.jpg

- Vörður -

Lagt af stað frá bílaplani við Ögurnes og gengið upp á Ögurháls og þaðan upp á fjall ofan hálsins.

Gengið er framhjá þremur vörðum, sú síðasta s.k. Gvendaraltari, kennd við Guðmund góða sem vígði staði um allt land. Til siðs er að henda þremur steinum að altarinu. Gott útsýni er frá þessum stað út Ísafjarðardjúp.

 

Dalahopp

Gönguferð frá Ísafirði

Valley to Valley_2.jpg

- Frá Hnífsdal í Seljalandsdal -
Ferðin hefst með stuttri rútuferð til Hnífsdals. Þaðan hefjum við gönguna inn víðan og grænan dalinn bak við þorpið, þar sem við fylgjum gömlum vegi með brött fjöllin sitthvoru megin við okkur þar til við komum að Þjófatindum. Milli tindanna er auðveld ganga upp að fjallsskarðinu þar sem er frábært útsýni yfir Ísafjörð. 

 

RIB-Náttúruskoðun í Ísafjarðardjúpi

Bátsferð frá Ísafirði

RIB-boat View

-RIB-Útsýnisferð-

Tveggja tíma útsýnisferð frá Ísafjarðarhöfn, þar sem er boðið er upp á einstakt útsýni yfir náttúruperlur Djúpsins séð frá hafinu.

 

 

 

 

 

Kvöldverður á Breiðafirði

Bátsferð frá Stykkishólmi

UAT_2.jpg

-Sigling og kvöldverður á Breiðafirði-

Í ferðinni er siglt um hinar óteljandi eyjar Breiðafjarðar, söguslóðir heimsóttar og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur kannaðir.
Í forrétt er skelfiskur veiddur og snæddur beint úr hafinu ásamt ígulkerahrognum.

 

Víkingasushi ævintýrasigling

Bátsferð frá Stykkishólmi

Sushi adventure.jpg

-Fugla- og náttúruskoðun á Breiðafirði-

Fuglar, ferskt skeljasmakk, eyjarnar óteljandi, sagan og ógleymanleg ævintýri! VíkingarSushi Ævintýraferð er vinsælasta ferðin okkar. Þar er siglt um eyjarnar óteljandi, skyggnst inn í ævintýraheim Breiðafjarðar, skoðaðar fjölbreytilegar bergmyndanir, sögulegar slóðir og sterkustu sjávarfallastraumar við Íslandsstrendur.

 

Fjölskyldu víkingasushi ævintýrasigling

Bátsferð frá Stykkishólmi

UAT_3.jpg

-Fjölskyldu sigling á Breiðafirði-

Eftir stutta siglingu frá höfn í Stykkishólmi er komið að klettaeyju (Þórishólmi). Þar er mikið fuglalíf (mismunandi eftir árstíma). Farið mjög nærri og náttúrufar skoðað. Eyjan er jarðfræðilega gígtappi með fallegum stuðlabergsmyndunum. 
Síðan siglt áfram að næstu eyju skammt undan þar sem gefur að líta merkilegan stein í miðju fuglabjarginu sem tengist gamalli þjóðsögu. Þar skammt frá er klettaeyja þar sem oftast má sjá toppskarfa. Í öllum þessum eyjum er mikið af lunda á lundatímabilinu ( lok apríl – ca 20 ágúst). 
 

Kajakferð á Pollinum

Kayakferð frá Ísafirði

080716_h_MG_2598.jpg

- Kajak í boði allt árið -
Kajakíþróttin hefur undanfarin ár rutt sér til rúms svo um munar. Marga dreymir um að prófa stutta siglingu og hér gefst tækifærið til þess. Hvernig væri því að skella sér í tveggja tíma ferð í fallegu umhverfi milli brattra fjallshlíða á Pollinum í Skutulsfirði.

Kajakferð í Djúpinu

Kajakferð frá Ísafirði

080716_h_MG_2394.jpg

- Folafótur - tveggja fjarða kajakferð -
Ísafjarðardjúp er mjög vel fallið til kajakferða bæði fyrir byrjendur sem lengra komna. Einstök fegurð fjarðanna er sjálfsögð í hugum heimamanna en er aðkomumönnum óvænt upplifun. Fegurð Snæfjallastranda með snjóinn í hlíðunum og nærvera Drangajökuls, gefa sterklega til kynna að ekki er langt í norðurheimskautsbauginn. Folafótur er lítill skagi milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar og er svæðið ótrúlega skemmtilegt fyrir kajakróður, náttúran og dýralíf er einstakt. Á þessu svæði er mikið af sel og stundum er þar hvali að sjá.
 

Hot Pools Kayaking 1.jpg

- Selir, sker og sund í Reykjanesi -
Reykjanes í Ísafjarðardjúpi er kjörinn staður fyrir kajakróður. Sjórinn er rólegur og þar má oft sjá seli á sundi. Í Reykjanesi er einnig mikill jarðvarmi og því tilvalið að skella sér í sund eftir róðurinn.


 

Ögurnes

Kajakferð frá Ögri

Ögur Travel (26).jpg

- Hér áður fyrr - 

Þetta er stutt ferð og frekar auðveld. Hún hentar þeim vel sem eru að rifja upp gamla kajaktakta og einnig þeim sem hafa ekki róið áður. Gaman er að róa meðfram hamrinum og koma í land í Ögurnesinu þar sem allt að 100 manns bjuggu fram til 1945.


 

Selir

Kajakferð frá Ögri

selir.jpg

-Róið innan um seli í þeirra náttúrulega umhverfi-

Frá vörinni í Ögri milli landhólma og djúphólma inn að selalátrum í Strandseljavík þar sem selirnir liggja á skerjum á fjörunni en fara til veiða þegar fellur að. Selirnir fara flestir ef ekki allir í sjóinn þegar kajakarnir nálgast og synda allt í kringum þá.

 

 

Ögurhólmi

Kajakferð frá Ögri

Ögur Travel (24).jpg

-Róið á milli fallegra hólma í Ísafjarðardjúpi-

Lagt er upp frá vörinni í Ögri framhjá Æðarskeri og þaðan að Ögurhólmum. Róið meðfram Landhólma, sagt frá Spánverjavígum og bent á Bullufrankagjá sem er nefnd eftir einum skipbrotsmanna sem komst á land þar en var veginn.

 

Vigur og fuglar

Kajakferð frá Ögur

Ögur Travel (5).jpg

-Fuglar og Vigur-

Frá vörinni í Ögri, róið meðfram fjörunni út í Ögurnes en þaðan er róið beint að norðurenda Vigur yfir Vigurál. Stundum sjást hvalir á þessari leið.

 

 

 

 

Kajakferðir í Mjóafirði

Kajakferð frá Heydal

IMG_0458.JPG

-Róið í Djúpinu-

Mjóifjörður er einstaklega vel fallinn til kajaksiglinga. Veðursæld er mikil og útsýni fagurt út fjörðinn norður að Drangajökli. 

 

Ísafjarðardjúp/Jökulfirðir

Kajakferð frá Ögri

in the wilderness.jpg

-Kajak- og gönguferð um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði-

Í þessari ferð er lögð áhersla á blöndu af kajakferð og gönguferð þar sem leiðsögumaður segir sögu svæðisins í hvert sinn sem tækfæri gefst. Lögð er áhersla á holla og góða hreyfingu en um leið að stoppa sem víðast og njóta náttúrunnar, dýralífsins og sögunnar.

Ævintýraferð um Djúpið

Kajakferð frá Ögri

Rauður kayak og selur.JPG

-Ævintýraferð um Djúpið-

Boðið er upp á langar kajakferðir um Ísafjarðardjúp, yfir á Snæfjallaströnd, meðfram eyjunni Æðey, inn í Kaldalón þar sem Drangajökull sést vel fyrir botni lónsins.

 

 

Hestaferð í Dýrafirði

Hestaferð frá Þingeyri

Mynd 5.jpg

- Ferð sem hentar byrjendum og lengra komnum -
Ferðin byrjar í hesthúsunum að Söndum í Dýrafirði. Eftir byrjendakennslu, ef með þarf, er riðið meðfram Sandaá. Takturinn er hægur, enda býður umhverfið upp á útsýni í allar áttir.
 

Hestaferð í Heydal

Hestaferð í Heydal

horseriding.jpg

-Hestar við allra hæfi-

Styttir ferðir: Klukkutíma og tveggja tíma ferðir um nágrenni Heydals.

Lengri ferðir: Þrjár mismunandi hestaferðir um fjölbreytt landslag. Einnig seldar sem pakkaferðir með gistingu.

 

Dynjandi 3.jpg

Útsýnisferð á bíl.

Fossinn Dynjandi í Arnarfirði er einn stórkostlegasti foss landsins.

Akstur eftir fjallvegunum  suðvestur frá Ísafirði gefur góða mynd af stórbrotnu landslagi norðanverðra Vestfjarða.

Firðir og fólk

Skoðunarferð Frá Ísafirði

Haukur Vestfirðir 2006 (9).jpg

Þessi skemmtilega skoðunarferð um nágrenni Ísafjarðar gefur innsýn í líf og störf fólks á svæðinu. Ógleymanleg útsýnisferð þar sem stórkostleg fjöll, firðir, sveitabæir og sjávarþorp eru í aðalhlutverki. Svæðið er þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf...

Ísafjarðarganga

Gönguferð á Ísafirði

Helga2.jpg

 – Áhugaverð ferð í gegnum tímann -

Viltu vita hvernig fólk lifði á liðnum öldum?

Af hverju eru íbúarnir stoltir af að búa hér?

Ísafjörður er heillandi lítill bær og einstakur á Íslandi – miðbærinn er frá 19. öld,  óvenju vel varðveittur og endurspeglar sérstaka sögu. Ísafjörður er í dag þekktur fyrir menningarlíf og listræna fjölbreytni.

 

Mögnuð blanda

Skoðunnarferð frá Patreksfirði

Splendid Combination1.jpg

-Dynjandi, Tálknafjörður & Bíldudalur-

Arnarfjörður er margrómaður fyrir fegurð sína, sæbrött, tignarleg hamrafjöll liggja að firðinum, djúpir dalir og stríðar ár.  Marbreytileiki fjarðarins er ótrúlegur og fegurðinni verður vart með orðum lýst. Fossinn Dynjandi er gríðarlega tilkomumikill en hann er stærsti foss Vestfjarða.  Það er auðvelt að ganga upp með fossinum og njóta útsýnisins yfir fjörðinn.  Á Bíldudal hafa bæjarbúar alist upp við frásagnir af fjörulöllum, skrímslum og öðrum kynjaskepnum.

Ósnortna vestrið

Ferð frá Patreksfirði

The Grand West2.JPG

-Látrabjarg & Rauðasandur-

Látrabjarg er vestasti oddi Evrópu og jaframt eitt þéttsetnasta fuglabjarg heims og búsvæði milljóna sjófugla.  Lundinn í bjarginu á það til að stilla sér upp fyrir framan myndavélar ferðamanna, þeim til mikillar gleði.  Oft má sjá seli sóla sig fyrir neðan bjargið.  Selirnir eru einnig tíðir gestir Rauðasands en þar er að finna stórt selalátur þar sem urtur landsels liggja með kópa sína á sandströndinni.  

Krókar og kimar Ísafjarðar

Gönguferð á Ísafirði

morrinn.JPG

- Sagan við hvert fótmál -
Gönguferð um eyrina er tilvalin leið til að fletta hulunni af undrum Ísafjarðar og draga fram í dagsljósið forvitnilegar staðreyndir sem ferðafólk jafnt sem heimamenn hafa gaman af.
 

Undraheimurinn Látrabjarg

Fuglaskoðunarferð frá Patreksfirði

The Wonder World of Látrabj.2.jpg

-Fuglabjargið-

Að ganga um brúnir Látrabjargs undir öruggri leiðsögn heimafólks og upplifa hrikaleik ósnortinnar íslenskrar náttúru verður flestum ógleymanlegt ævintýri. Látrabjarg er eitt stórkostlegasta náttúruvætti Íslands. Bjargtangar við Látrabjarg er vestasti oddi Evrópu.

Fuglaskoðunarferð í Grímsey á Steingrímsfirði

Fuglaskoðunarferð frá Drangsnesi

Puffin paradise af gömlu

- Fuglaeyjan Grímsey -

Áætlunarbáturinn Sundhani ST siglir frá höfninni á Drangsnesi og í kringum eyjuna þar sem fuglalífið við hana er skoðað frá sjó. Við tökum land í Grímsey og höfum tækifæri til að kanna eyjuna fótgangandi í u.þ.b. tvær klukkustundir áður en við siglum aftur í land.

 

 

Matarferð í vistvænt sjávarþorp

Matarsmökkun á Suðureyri

Food trail.jpg

- Vistvænt sjávarþorp-

Núna er tækifæri til að upplifa lítið vistvænt sjávarþorp og smakka á framleiðsluvörum heimamanna. Suðureyri er lítið vistvænt sjávarþorp þar sem allt snýst um fisk. Í þessari ferð færðu fróðleik um nútímaframleiðslu á fiskafurðum, hvernig svona lítið samfélag er að virka frá degi til dags í bland við nokkur skemmtileg stopp þar sem boðið er uppá smakk að hætti heimamanna.

Fjallahjólaævintýri í Dýrafirði

Hjólreiðaferð frá Þingeyri

Vesturgata.jpg

- Hjólað í óbyggðum-

Vegurinn frá Dýrafirði til Arnarfjarðar og til baka um fjallaskarðið við Kaldbak er talinn einn hrikalegasti vegur landsins. Einn hluti hans er meitlaður í bergið og annar svo nálægt sjó að gæta verður að sjávarföllum. Að hjóla þessa leið er einstök upplifun. 

 

Tálknafjarðarflakk

Hjólreiðaferð frá Patreksfirði

mynd 6.jpg

- Hjólað og slakað á -

Ekið er frá ferðamannamiðstöðinni á Patreksfirði til Tálknafjarðar með hjólin í eftirdagi. Hjólað er að Sveinseyri þar sem er að finna einstaklega fjölskrúðugt fuglalíf og hvítar strendur. Hjólað er að afskekkta eyðibýlinu Sellátrum á norðurströnd Tálknafjarðar. Frá Sellátrum er hjólað að Arnarstapa en þar er vestasti trjálundur í Evrópu. Sagt er að Arnarstapi sé orkustöð sem hleður líkama og sál þeirra gesta sem þangað koma. Að lokum er hjólað í heitu laugina, Pollinn þar sem slakað er á í þessari dýrðlegu náttúrulaug. Útsýnið úr Pollinum er einstakt og búningsaðstaðan á staðnum er með ágætum.