Dalahopp

Gönguferð frá Ísafirði

Valley to Valley_2.jpg

- Frá Hnífsdal í Seljalandsdal  eða öfugt -
Ferðin hefst með stuttri bílferð til Hnífsdals. Þaðan hefjum við gönguna inn víðan og grænan dalinn bak við þorpið, þar sem við fylgjum gömlum vegi með brött fjöllin sitthvoru megin við okkur þar til við komum að Þjófatindum. Milli tindanna er auðveld ganga upp að fjallsskarðinu þar sem er frábært útsýni yfir Ísafjörð. 

Eftir að hafa fengið okkur hressingu, göngum við niður og höldum í átt að Seljalandsdal, fram hjá litlum vötnum og næstum neongrænum mosanum. Frá gönguskíðasvæðinu göngum við eftir veginum til Ísafjarðar.

Búnaður: Dagspoki, vatnsflaska, góður fatnaður eftir veðri og gönguskór. Athuga skal að snemma í júní getur verið snjór á leiðinni. Góður skófatnaður er lykilatriði til að njóta ferðarinnar.


Tímabil: /6 - 15/9 2017
Brottför: Mánudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 10:00. Mögulega má semja um brottför á öðrum degi ef leiðsögumenn eru lausir.
Lengd ferðar: 5-6 klst
Innifalið: leiðsögn,transfer í Hnífsdal og létt nesti
Lágmark: 2
Lágmarksaldur: 12 ára
Verð: 16.900 kr.

080716_h_MG_2788.jpgur_tungudal.JPGValley to Valley_1.jpgValley to Valley_2.jpgValley to Valley_3.jpg