Fallegi fossinn Dynjandi

Dynjandi 3.jpg

Útsýnisferð á bíl/rútu.

Fossinn Dynjandi í Arnarfirði er einn stórkostlegasti foss landsins.

Akstur eftir fjallvegunum  suðvestur frá Ísafirði gefur góða mynd af stórbrotnu landslagi norðanverðra Vestfjarða. Leiðin liggur um þrönga dali, brött fjöll og djúpa firði þar sem sveitabæir og þorp standa á vel grónu en litlu undirlendi. Á leiðinni er stoppað á vel völdum stöðum sem eru upplagðir til myndatöku. Við Dynjanda er gefinn góður tími til að ganga upp að fossinum, njóta umhverfisins og taka myndir.

Í ferðinni má sjá Mjólkárvirkjun, stoppað er á Hrafnseyri, fæðingarstað stað Jóns Sigurðssonar, sjálfstæðishetju Íslendinga og komið við í sjávarþorpinu Þingeyri. Á Þingeyri eða Hrafnseyri er hægt að kaupa sér hressingu.

Ferðin tekur mið af veðri, ástandi vega og árstíma.
 

Tímabil: 01/05 - 31/10 2017 - tekið mið af veðri og ástandi vega. 
Brottför: eftir samkomulagi
Lengd ferðar: ca 5-6 tímar
Innifalið: bíll sem hentar stærð hóps - driver guide
Lágmark/hámark: 1-17 farþegar
Verð: 22.000 kr. á mann(lágmarks gjald er 105.000 kr. til að ferð sé farin)

dynjandi.jpgHrafnseyrarheiði.jpgDynjandi 3.jpgHrafnseyri.jpg