Ósnortna vestrið

Ferð frá Patreksfirði

The Grand West2.JPG

-Látrabjarg & Rauðasandur-

Látrabjarg er vestasti oddi Evrópu og jaframt eitt þéttsetnasta fuglabjarg heims og búsvæði milljóna sjófugla.  Lundinn í bjarginu á það til að stilla sér upp fyrir framan myndavélar ferðamanna, þeim til mikillar gleði.  Oft má sjá seli sóla sig fyrir neðan bjargið.  Selirnir eru einnig tíðir gestir Rauðasands en þar er að finna stórt selalátur þar sem urtur landsels liggja með kópa sína á sandströndinni.  Við Rauðasand brotnar brimaldan frá opnu hafi við ströndina.  Þar er að finna ægifagrar rauðar sandstrendur og hömrum girtar fjallshlíðar.  Upplifðu ósnortna náttúru og unaðslega kyrrðina sem umlykur svæðið.  Á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn fá gestir að skyggnast inní líf alþýðufólks í upphafi 20. aldar.  Safnið er eitt merkasta minjasafn landsins og hefur að geyma gríðarleg menningarverðmæti.

 

Tímabil: 1/5-15/9 2017

Brottför: kl. 09:00 frá ferðamannamiðstöðinni á Patreksfirði, Mánu-, miðviku- og föstudaga

Lengd ferðar: 6 klst

Innifalið: Leiðsögn, akstur og aðgangseyrir að Minjasafninu á Hnjóti

Verð: 19.900 ISK per mann. 9.500 kr. fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.

The Grand West1.jpgThe Grand West2.JPGThe Grand West3.JPGThe Grand West4.JPG