Undraheimurinn Látrabjarg

Fuglaskoðunarferð frá Patreksfirði

The Wonder World of Látrabj.2.jpg

-Fuglabjargið-

Að ganga um brúnir Látrabjargs undir öruggri leiðsögn heimafólks og upplifa hrikaleik ósnortinnar íslenskrar náttúru verður flestum ógleymanlegt ævintýri. Látrabjarg er eitt stórkostlegasta náttúruvætti Íslands. Bjargtangar við Látrabjarg er vestasti oddi Evrópu. Bjargið er stærsta fuglabjarg við norðanvert Atlandshaf og búsvæði milljóna sjófugla sem sjást vel á gönguferð um bjargið.  Veiði fugla og eggja taka úr Látrabjargi var áður fyrr helsta undirstaða búsetu á þessu landsvæði. Lundinn í bjarginu á það til að stilla sér upp fyrir framan myndavélar ferðamanna. Oft má sjá seli sóla sig fyrir neðan bjargið. Á bakaleiðinni er komið við á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfn. Á þessu áhugaverða safni fáum við að skyggnast inn í líf alþýðufólks í upphafi 20.aldar. Safnið er eitt merkasta minjasafn landsins og hefur að geyma gríðarleg menningarverðmæti.

 

Tímabil: 1/5-15/9 2017

Brottför: Þriðjudaga, Fimmtudaga og Laugardaga kl: 09:00 frá ferðamannamiðstöðinni á Patreksfirði

Lengd ferðar: 6 klst 

Innifalið: Leiðsögn, akstur og aðgangseyrir að Minjasafninu á Hnjóti

Lágmark: 3

Verð: 29.500 ISK

 

 

The Wonder World of Látrabj.2.jpgThe Wonder World of Látrabj.3.jpgWonder World of Látrabj.1.jpg