Um Okkur

 

Vesturferðir 

Ferðaskrifstofan Vesturferðir voru stofnsettar árið 1993, og hafa síðan þá fest sig í sessi sem öflugasti ferðaskipuleggjandi og ferðaskrifstofa Vestfjarða. .

Eigendur Vesturferða eru um 60 mismunandi ferðaþjónustu fyrirtæki og einstaklinga, og leggjum við mikið upp úr góðu samstarfi við okkar ferðaþjóna. 

Við hjá Vesturferðum erum í samstarfi við nánast öll ferðaþjónustufyrirtækin á Vestfjörðum, þess vegna er tilvalið að hafa samband við okkur ef þið þurfið á hjálp að halda við að skipuleggja draumafríið ykkar.

Ferðirnar okkar hjálpa ykkur – bæði einstaklingum og hópum, að upplifa leyndardóma Vestfjarða. Hvort sem þið stefnið á gönguferð, dagsferð, helgarferð eða lengri ferð um Vestfirði, þá getum við aðstoðað ykkur með allt sem þið þurfið. Hvort sem það eru samgöngur, gisting eða afþreying.

 

Sala og þróun á ferðum

Vesturferðir leggja áherslu á þróun ferða og er stolt af því að bjóða upp á nýjar ferðir og nýja afþreyingu á hverju ári. Vinsælustu og þekktustu ferðirnar okkar eru ferðirnar til Vigurs – Eyjunnar í djúpinu, til Hesteyrar – yfirgefna þorpsins og kajakferðirnar okkar. Við bjóðum samt sem áður upp á fleiri ferðir og afþreyingu á okkar svæði.

 

Sala farmiða í báta

Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins Hornstranda með bátunum Ingólfi, Blika og Guðrúnu (Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar) frá Ísafirði og Bjarnarnesi (Borea Adventure) frá Ísafirði.

Við bjóðum einnig upp á sérferðir og trúss-sendingar til friðlandsins.

Leiga á bátum fyrir sérferðir er líka hægt að bóka hjá okkur.

 

Skipulagning ferða fyrir farþegar skemmtiferðaskipa

Vesturferðir sjá um skipulagningu ferða fyrir farþega skemmtiferðaskipa sem stoppa í firðinum yfir sumartímann og er það mikilvægur þáttur í starfseminni.