Um Okkur

 

Vesturferðir 

Ferðaskrifstofan Vesturferðir voru stofnsettar árið 1993, og hafa síðan þá fest sig í sessi sem öflugasti ferðaskipuleggjandi og ferðaskrifstofa Vestfjarða. .

Eigendur Vesturferða eru um 60 mismunandi ferðaþjónustu fyrirtæki og einstaklingar, enda leggjum við mikið upp úr góðu samstarfi við okkar ferðaþjóna. Við vinnum með einstaklingum, íslenskum sem og erlendum ferðaþjónustum. Ferðaþjónustur geta sent okkur línu til að fá upplýsingar um ferðir og verð sem við bjóðum upp á.

Við hjá Vesturferðum erum í samstarfi við nánast öll ferðaþjónustufyrirtækin á Vestfjörðum, þess vegna er tilvalið að hafa samband við okkur ef þið þurfið á hjálp að halda við að skipuleggja draumafríið ykkar.

Ferðirnar okkar hjálpa ykkur – bæði einstaklingum og hópum, að upplifa leyndardóma Vestfjarða. Hvort sem þið stefnið á gönguferð, dagsferð, helgarferð eða lengri ferð um Vestfirði, þá getum við aðstoðað ykkur með allt sem þið þurfið. Hvort sem það eru samgöngur, gisting eða afþreying.

 

Sala og þróun á ferðum

Vesturferðir leggja áherslu á þróun ferða og er stolt af því að bjóða upp á nýjar ferðir og nýja afþreyingu á hverju ári. Vinsælustu og þekktustu ferðirnar okkar eru ferðirnar til Vigurs – Eyjunnar í djúpinu, til Hesteyrar – yfirgefna þorpsins og kajakferðirnar okkar. Við bjóðum samt sem áður upp á fleiri ferðir og afþreyingu á okkar svæði.

 

Sala farmiða í báta

Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins Hornstranda með bátunum Ingólfi, Blika og Guðrúnu (Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar) frá Ísafirði, Bjarnarnesi (Borea Adventure) frá Ísafirði og með Strandferðum frá Norðurfirði. Smellið hér til að nálgast bátaáætlun okkar


Við bjóðum einnig upp á sérferðir og trúss-sendingar til friðlandsins.

 

Skipulagning ferða fyrir farþegar skemmtiferðaskipa

Vesturferðir sjá einnig um skipulagningu ferða fyrir farþega skemmtiferðaskipa sem stoppa í firðinum yfir sumartímann.