Kort

Hér að neðan höfum við upplýsingar um kort af Vestfjörðum, bæði lítil göngukort sem gefin hafa verið út af Ferðamálasamtökum Vestfjarða ásamt stærri kortum t.d. af Hornströndum sem gefið var út af Landmælingum Íslands. 

 

Ný göngukort

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út 7 ný göngukort fyrir Vestfirði. Eru kortin góð fyrir göngu-, hjólreiðar- og hestaferðir. Hvert kort er með nokkar gönguleiðir með fullri lýsingu bæði á íslensku og ensku. Á kortunum eru yfir 300 gönguleiðir á Vestfjörðum auk annara upplýsinga. Kortin er hægt að kaupa á helstu ferðamannastöðum og bókabúðum. Einnig er hægt að kaupa þau á netinu á vefsíðunni http://www.galdrasyning.is.

 

Kortin eru einnig til sölu í Upplýsingamiðstöð Ísafjarðar.

 

Önnur kort.

Hægt er að kaupa stærri kort, sem gefin eru út af Landmælingum Íslands í næstu bókabúð. 

.

 

Vestfirðir og Norðurland

Mjög gott vegakort. Það er með allar nýjustu upplýsingar um Íslenska vegakerfið, vegalengdir á milli staða og vegnúmer auk nauðsynlegra upplýsinga um bensínstöðvar, gistingu, sundlaugar, söfn, golfvelli ásamt fullt af öðrum upplýsingum.
Mælikvarði: 1:250 000 
Gefið út: 2002 
Kortastærð: 86 x 137 cm 
Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska

 

Hornstrandir – gönguleiðakort

Kort af gönguleiðum á Hornströndum með mjög ítarlegum upplýsingum um gróður, vegi, slóða og gönguleiðir. Á bakhlið kortsins má finna nafnalista yfir allt sem er á kortinu. 
Gefið út: 2000
Mælikvarði: 1:100 000
Kortastærð: 62 x 83.5 cm.
Tungumál: Íslenska og enska

 

Kortasala á netinu:
www.mapsworldwide.com - Hornstrandir

 

Hjólakort

Hér er hægt að nálgast hjólakort fyrir hjólandi ferðalanga sem inniheldur allskyns nothæfar upplýsingar, m.a. um vegina.