Vetur

image002.jpg

- Komdu með okkur í ævintýralega ferð á Vestfjörðunum. 

Upplifðu stórbrotna náttúru svæðisins á meðan þú ríður út á Íslenskum hest. Við bjóðum uppá stutta útreiðartúra alla daga, sem hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Við njótum þess að bjóða fólk frá öllum heimshornum velkomið og reynum að gera upplifunina við Íslenska hestinn einstaka sem og umhverfið á Vestfjörðum.  Ferðirnar eru þannig sérútbúnar að allir geta fundið ferð við sitt hæfi.

Trolls & elves Helga 1.png

- Trúir þú á álfa? -

Ísafjörður er heillandi lítill bær og einstakur á Íslandi – miðbærinn er frá 19. öld,  óvenju vel varðveittur og endurspeglar sérstaka sögu. Ísafjörður er í dag þekktur fyrir menningarlíf og listræna fjölbreytni.

Leiðsögukonan leggur af stað frá Vesturferðum/Upplýsingamiðstöð ferðamála, klædd eins og kona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð.

 

 

 

Kajakferð á Pollinum

Kayakferð frá Ísafirði

080716_h_MG_2598.jpg

- Kajak í boði allt árið -
Kajakíþróttin hefur undanfarin ár rutt sér til rúms svo um munar. Marga dreymir um að prófa stutta siglingu og hér gefst tækifærið til þess. Hvernig væri því að skella sér í tveggja tíma ferð í fallegu umhverfi milli brattra fjallshlíða á Pollinum í Skutulsfirði.

Firðir og fólk

Skoðunarferð Frá Ísafirði

Haukur Vestfirðir 2006 (9).jpg

Þessi skemmtilega skoðunarferð um nágrenni Ísafjarðar gefur innsýn í líf og störf fólks á svæðinu. Ógleymanleg útsýnisferð þar sem stórkostleg fjöll, firðir, sveitabæir og sjávarþorp eru í aðalhlutverki. Svæðið er þekkt fyrir fjölskrúðugt fuglalíf...

Ísafjarðarganga

Gönguferð á Ísafirði

Helga2.jpg

 – Áhugaverð ferð í gegnum tímann -

Viltu vita hvernig fólk lifði á liðnum öldum?

Af hverju eru íbúarnir stoltir af að búa hér?

Ísafjörður er heillandi lítill bær og einstakur á Íslandi – miðbærinn er frá 19. öld,  óvenju vel varðveittur og endurspeglar sérstaka sögu. Ísafjörður er í dag þekktur fyrir menningarlíf og listræna fjölbreytni.

 

Krókar og kimar Ísafjarðar

Gönguferð á Ísafirði

morrinn.JPG

- Sagan við hvert fótmál -
Gönguferð um eyrina er tilvalin leið til að fletta hulunni af undrum Ísafjarðar og draga fram í dagsljósið forvitnilegar staðreyndir sem ferðafólk jafnt sem heimamenn hafa gaman af.